Gaukur á Stöng
Útlit
Gaukur á Stöng eða Gaukurinn er krá og skemmtistaður í Blöndalshúsi við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn var opnaður 19. nóvember 1983 en hann var stofnaður af nokkrum ungum hagfræðingum og lögfræðingum sem þá voru nýkomnir heim úr námi og átti upphaflega að vera ölkrá að þýskri fyrirmynd. Bjór var að vísu ekki leyfður á þeim tíma en staðurinn seldi bjórlíki til 1989 þegar hann gat farið að selja bjór. Gaukurinn varð fljótlega vinsæll sem lítill tónleikastaður fyrir bæði djass- og rokkhljómsveitir. Nafnið er tilvísun í Gauk Trandilsson sem bjó á bænum Stöng á þjóðveldisöld.