Fara í innihald

Fiskhellar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fiskhellar eru hellar sem eru sunnan og vestan megin í Hánni, þar sem hún er þverhnípt. Undir miðja hæð klettanna að austanverðu sjást manngerðar hleðslur sem eru forn fiskabyrgi. Áður fyrr var fiskur geymdur þar og var þetta ákjósanlegur staður vegna þess að fiskurinn blotnaði ekki, vindur lék um hann og engar flugur komust að honum þar sem hann var staðsettur 10 m upp í berginu. Fiskabyrgin eru með merkustu fornminjar hér á landi og eru sennilega frá 13. öld. Áreiðanlegar heimildir frá árinu 1294 segja frá útflutning á skreið frá Íslandi. Hver jörð átti sitt fiskabyrgi í Fiskhellum.

Í Tyrkjaráninu földu heimamenn sig í hellum og skútum í Fiskhellum og má enn sjá ummerki þessara byrgja utan í klettaveggnum.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.