Fara í innihald

Eyjafjallajökull

Hnit: 63°38′00″N 19°36′00″V / 63.63333°N 19.60000°V / 63.63333; -19.60000
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

63°38′00″N 19°36′00″V / 63.63333°N 19.60000°V / 63.63333; -19.60000

Eyjafjallajökull séður frá Vestmannaeyjum.
Úr lofti
Eyjafjallajökull um 1900.
Jökullinn 4. apríl 2010.

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl sama ár hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull hefur nokkra tinda í kringum hringlaga gíg sem er 3 - 4 km að þvermáli: Hámundur, Goðasteinn og Guðnasteinn, Hámundur er hæsti tindurinn eða um 1.640 metrar. Jökullinn sjálfur var mældur snemma á 20. öld af dönskum landmælingamönnum og var þá 1.666 m hár. Hann var mældur árið 2010 eftir eldgosið og var þá 1.640 metrar. [1]

[2] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Eldgos í Fimmvörðuhálsi 2010

[breyta | breyta frumkóða]

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[3] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Eldgos í Eyjafjallajökli 2010

[breyta | breyta frumkóða]

Eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls að morgni 14. apríl 2010 og stóð til 23. maí það ár. Gosið vakti alþjóðlega athygli þar sem flugsamgöngur stöðvuðust marga daga í röð.

  • „Eyjafjallajökull“. Sótt 28. desember 2005.
  • „Eyjafjallajökull“. Sótt 28. desember 2005.
  1. Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Vísindavefurinn, 24. feb. 2022
  2. Bartnicki; Haakenstad; Hov (31. október 2010). „Volcano Version of the SNAP Model“ (PDF). Norska veðurstofan. bls. 6.
  3. „Öskufall byrjað í byggð“. www.mbl.is.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.