Expo 2017
Útlit
Expo 2017 er heimssýning sem var haldin í Astana í Kasakstan frá 10. júní til 10. september 2017. Yfirskrift sýningarinnar var „orka framtíðarinnar“ og þemað var spurningin um það hvernig hægt verði að tryggja nægjanlegt aðgengi að sjálfbærri orku um leið og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Yfir 100 lönd tóku þátt. Meðal helstu styrktaraðila voru Samsung, Cisco Systems, Chevron og Shell.