Erling Haaland
Erling Braut Haaland | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Erling Braut Haaland | |
Fæðingardagur | 21. júlí 2000 | |
Fæðingarstaður | Leeds, England | |
Hæð | 1,94 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Manchester City | |
Númer | 17 | |
Yngriflokkaferill | ||
Bryne FK | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2016-2017 | Bryne FK | 16 (0) |
2017–2018 | Molde F.K. | 39 (14) |
2019-2020 | Red Bull Salzburg | 16 (17) |
2020-2022 | Borussia Dortmund | 67 (62) |
2022- | Manchester City | 73 (71) |
Landsliðsferill2 | ||
2019- | Noregur | 35 (33) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Erling Braut Haaland (fæddur Håland[1], 21. júlí 2000) er norskur knattspyrnumaður sem spilar með Manchester City og norska landsliðinu. Hann hefur skorað um 260 mörk í öllum keppnum.
Faðir hans er Alf-Inge Håland, fyrrum knattspyrnumaður hjá Leeds United, Manchester City og fleiri félögum.
Árið 2016 hóf Haaland að spila í meistaraflokki fyrir Bryne. Síðar fór hann yfir til Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær þjálfaði hann. Í leik gegn Brann skoraði hann 4 mörk á 17 mínútum. Hann skaust upp enn frekar á stjörnuhimininn þegar hann fór til Red Bull Salzburg árið 2019 og sama ár varð hann fyrsti táningurinn til að skora í 5 leikjum í röð í Meistaradeild Evrópu.
Borussia Dortmund
[breyta | breyta frumkóða]Þýska stórliðið Borussia Dortmund keypti hann í janúar 2020 og Haaland byrjaði afar vel; skoraði 5 mörk í fyrstu 2 leikjum sínum með félaginu þar sem hann kom inn sem varamaður. Síðar á árinu skoraði hann fernu í leik. Í mars 2021 varð hann fljótastur til að ná 20 mörkum í meistaradeildinni eða í 14 leikjum og mölbraut met Harry Kane sem náði því í 24 leikjum.
Haaland skoraði 2 mörk í 4-1 sigri á RB Leipzig þegar Dortmund vann DFB-Pokal bikarkeppnina 2021. Hann skoraði 41 mark á tímabilinu 2020-2021 í öllum keppnum. Haaland var sá yngsti til að ná 50 mörkum í Bundesliga.
Manchester City
[breyta | breyta frumkóða]2022-2023
[breyta | breyta frumkóða]Í maí 2022 náðu Haaland og City samkomulagi um að hann gerðist leikmaður félagsins í júlí. [2] Haaland skoraði tvennu í byrjunarleik tímabilsins í ágúst 2022-2023 í 2:0 sigri gegn West Ham og þrennu þrjá heimaleiki í röð síðar. Hann byrjaði tímabilið afar vel og setti met yfir mörk skoruð í deildinni fyrir áramót eða 21 talsins.
Í Meistaradeild Evrópu skoraði Haaland 5 mörk á innan við 60 mínútum gegn RB Leipzig. Hann var markahæstur í keppninni.
Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili í apríl þegar hann náði 33 mörkum en Mohamed Salah átti eldra met frá 2017-2018. Alls skoraði hann 36 mörk í 35 leikjum það tímabil og alls 52 mörk í öllum keppnum. City vann þrennu það tímabil, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.
Norska landsliðið
[breyta | breyta frumkóða]Haaland skoraði 9 mörk með norska U20 landsliðinu gegn Honduras árið 2019. Hann hóf frumraun sína með aðalliðinu í september sama ár.
Verðlaun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Redbull Salzburg
[breyta | breyta frumkóða]- Austurríska Bundesliga, meistari: 2018–19, 2019–20
- Austurríski bikarinn: 2018–19
- Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2019–20
Borussia Dortmund
[breyta | breyta frumkóða]- DFB-Pokal: 2020–21
- Besti framherji 2020-2021 í Meistaradeild Evrópu
- Leikmaður mánaðarins í Bundesliga: Janúar og febrúar 2020, apríl 2021.
- Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2020-2021
Manchester City
[breyta | breyta frumkóða]- Leikmaður mánaðarins: Ágúst 2021.
- Leikmaður tímabilsins: 2022-2023
- Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar: 2022-2023, 2023-2024
- UEFA leikmaður tímabilsins 2022-2023
- Besti framherjinn, Gullknötturinn 2023
- Enska úrvalsdeildin: 2022-2023, 2023-2024
- Enski bikarinn: 2022-2023
- Meistaradeild Evrópu: 2022-2023
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hagen, Mathias (19. september 2019). „Derfor byttet han fra Håland til Haaland“. dagbladet.no (norska). Sótt 7. ágúst 2024.
- ↑ Club statement - Erling Haaland Mancity.com, sótt 10/5 2022