Fara í innihald

Creedence Clearwater Revival

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Creedence Clearwater Revival ( 1968).

Creedence Clearwater Revival var bandarísk hljómsveit sem stofnuð var árið 1967 í El Cerrito, Kaliforníu. Sveitin samanstóð af bræðrunum John og Fogerty, ásamt bassaleikaranum Stu Cook og trommaranum Doug Clifford. Meðlimirnir höfðu raunar spilað saman frá 1959, fyrst sem The Blue Velvets og síðar sem The Golliwogs.

Stíll CCR er rokk sem m.a. er íblandað blús, ryþmablús og kántrí. Með þekktari lögum þeirra er Proud Mary (sem Tina Turner gerði enn þekktara), Have You Ever Seen the Rain? og Bad Moon Rising.

Creedence Clearwater Revival átti 14 top-10 smáskífur í röð frá 1969 til 1971. Árið 1972 leystist sveitin upp eftir ágreining meðlima um samninga og tónlistarstefnu.

Eftir upplausnina spiluðu Cook og Clifford sem Creedence Clearwater Revisited frá 1995 til 2020 og John Fogerty spilar CCR lög með sólóhljómsveit sinni. Tom lést árið 1990.

  • Doug Clifford – Trommur, raddir (1959–1972, 1974, 1980, 1983)
  • Stu Cook – bassi gítar og raddir (1959–1972, 1974, 1980, 1983)
  • John Fogerty – söngur, gítar, hljómborð, munnharpa, saxófónn (1959–1972, 1974, 1980, 1983)
  • Tom Fogerty – gítar, raddir (1959–1971, 1974, 1980)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Creedence Clearwater Revival (1968)
  • Bayou Country (1969)
  • Green River (1969)
  • Willy and the Poor Boys (1969)
  • Cosmo's Factory (1970)
  • Pendulum (1970)
  • Mardi Gras (1972)