Fara í innihald

Björn Th. Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Th. (Theodor) Björnsson (3. september 192225. ágúst 2007) var íslenskur listfræðingur og rithöfundur. Hann hefur skrifað bækur um íslenska listasögu og sögulegar skáldsögur.

Björn fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Baldvin Björnsson gullsmiður og Martha Clara Björnsson, fædd Bemme, húsmóðir. Björn útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943 en þar gegndi hann embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, árið 1941[1]. Því næst nam hann listasögu við Edinborgarháskóla 1943-44, var í háskóla í London 1944-46 og svo Kaupmannahafnarháskóla 1946-49.

Að námi loknu kenndi Björn við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraskólann og Háskóla Íslands. Hann starfaði að undirbúningi að stofnun Ríkissjónvarpsins á árunum 1958-1964 og að þáttagerð eftir stofnun þess. Hann ritstýrði tímaritinu Birtingi á tímabilinu 1958-1963. Virkisvetur, fyrsta skáldsaga Björns, hlaut fyrstu verðlaun í skáldsögusamkeppni Menntamálaráðs árið 1959.

Skáldsögur

Leikrit:

Annað:


Fyrirrennari:
Viggó Maack
Forseti Framtíðarinnar
(19411941)
Eftirmaður:
Skúli Guðmundsson


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.