Avro
Útlit
Avro var breskur flugvélaframleiðandi stofnaður í Manchester árið 1910. Meðal flugvéla fyrirtækisins voru tvívængjan Avro 504 sem var notuð í fyrri heimsstyrjöld, sprengjuflugvélin Avro Lancaster sem var notuð í síðari heimsstyrjöld og sprengjuþotan Avro Vulcan sem var notuð af Konunglega breska flughernum til ársins 1984.
Fyrsta flugvél sem flaug á Íslandi var Avro 504K-tvívængja með 110 hestafla Le Rhône 9J-vél sem Cecil Faber keypti af breska flughernum árið 1919 og flutti til landsins með Gullfossi.