Akarn
Útlit
Akarn er fræ eikartrjáa. Innan þess er næringarrík hneta. Akörn eru 1-6 sentimetra á lengd en 0,8-4 sentimetra á breidd. Akörn eru mikilvæg fæða fyrir ýmsis dýr eins og fugla, mýs, villisvín og íkorna. Þau grafa sum fræin niður til síðari nota en geta þó gleymt þeim. Þar af leiðandi er þeim óviljandi plantað og fræið spírar.