Þveiti
Útlit
Þveiti (eða veising) er heiti á mikilvægu ferli sem stuðlar að því að losa úrgangsefni úr líkama lífvera, hvort sem úrgangsefnin myndast við efnaskipti eða hafa safnast saman í líkamanum af öðrum orsökum. Heilbrigður líkami þveitir öllum úrgangsefnum og ónauðsynlegum efnum úr líkamanum. Helstu þveitislíffæri líkamans eru nýrun, lungun, svitakirtlar og meltingarvegurinn.