Þorkell Skúmsson
Útlit
Þorkell Skúmsson (d. 1203) var fyrsti ábóti í Saurbæjarklaustri í Eyjafirði, sem líklega var stofnað rétt fyrir aldamótin 1200 að undirlagi Brands Sæmundssonar Hólabiskups, sem dó 1201. Um það leyti bjó Ólafur Þorsteinsson goðorðsmaður í Saurbæ og hefur hann líklega gefið jörðina til klausturstofnunar, varð þar kanúki sjálfur og dó í klaustrinu 1202. Hann var sonur Þorsteins rangláts Einarssonar, bónda á Grund í Eyjafirði.
Þorkell ábóti dó líklega 1203 og tók Eyjólfur ofláti Hallsson við klaustrinu nokkru síðar.