Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson (f. 21. júní 1970) er íslenskur hagfræðingur, rithöfundur og núverandi seðlabankastjóri.
Hann starfaði áður sem yfirmaður greiningardeildar Kaupþingsbanka. Eftir bankahrunið skrifaði hann bókina Why Iceland?: How one of the worlds smallest countries became the meltdown‘s biggest casualty. Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar ráðherra og þingmanns Vinstri grænna.
Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1994. Lokaritgerð hans hét „Siglt gegn vindi" og var þjóðhagfræðileg greining á Íslenska hagkerfinu 1400-1600 og var birt í Fjármálatíðindum, seinna hefti árið 1994. Ásgeir lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla 1997 og doktorsprófi frá sama skóla 2001.
Þann 24. júlí árið 2019 var tilkynnt að Ásgeir myndi taka við af Má Guðmundssyni sem bankastjóri Seðlabanka Íslands.[1]
Ásgeir var árið 2023 harðlega gagnrýndur fyrir tuga stýrivaxtahækkana Seðlabankans [2]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Ásgeirs; hýstur hjá Háskóla Íslands Geymt 26 apríl 2011 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sylvía Hall (24. júlí 2019). „Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri“. Vísir. Sótt 24. júlí 2019.
- ↑ Svartur dagur fyrir almenning í landinu Rúv, 24/5 2023