Fara í innihald

Ásgeir Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásgeir Jónsson (f. 21. júní 1970) er íslenskur hagfræðingur, rithöfundur og núverandi seðlabankastjóri.

Hann starfaði áður sem yfirmaður greiningardeildar Kaupþingsbanka. Eftir bankahrunið skrifaði hann bókina Why Iceland?: How one of the worlds smallest countries became the meltdown‘s biggest casualty. Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar ráðherra og þingmanns Vinstri grænna.

Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1994. Lokaritgerð hans hét „Siglt gegn vindi" og var þjóðhagfræðileg greining á Íslenska hagkerfinu 1400-1600 og var birt í Fjármálatíðindum, seinna hefti árið 1994. Ásgeir lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla 1997 og doktorsprófi frá sama skóla 2001.

Þann 24. júlí árið 2019 var tilkynnt að Ásgeir myndi taka við af Má Guðmundssyni sem bankastjóri Seðlabanka Íslands.[1]

Ásgeir var árið 2023 harðlega gagnrýndur fyrir tuga stýrivaxtahækkana Seðlabankans [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sylvía Hall (24. júlí 2019). „Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri“. Vísir. Sótt 24. júlí 2019.
  2. Svartur dagur fyrir almenning í landinu Rúv, 24/5 2023