Fara í innihald

Bræðralag múslima

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bræðralag múslima
الإخوان المسلمون
al-Ikhwān al-Muslimūn

Formaður Mohammed Badie
Stofnár 1928
Höfuðstöðvar Kaíró, Egyptalandi
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Íslamismi, íhaldssemi, hægristefna
Vefsíða [1]

Bræðralag múslima (جماعة الإخوان المسلمين eða Jamāʻat al-Ikhwān al-Muslimīn á arabísku) eru alþjóðasamtök íslamista af súnní-trú sem stofnuð voru árið 1928 af egypska kennaranum Hassan al-Banna. Yfirlýst markmið samtakanna er að koma á Sjaríalögum sem „grundvelli stjórnar á málefnum ríkis og þjóðfélags“ og í öðru lagi að „sameina íslömsk lönd og ríki, sérstaklega Arabaríki, og frelsa þau undan erlendri heimsvaldshyggju.“[1] Bræðralagið og undirdeildir þess starfa í ýmsum löndum sem lögmætar stjórnmálahreyfingar, en hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Barein,[2][3] Egyptalandi,[4] Rússlandi,[5] Sýrlandi,[6] Sádi Arabíu[7] og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.[8] Árið 2016 og aftur árið 2017 var lögð fram þingsályktun á bandaríska þinginu sem lýsir Bræðralaginu og tengslahópum þess sem hryðjuverkasamtökum. Bræðralagið hefur jafnan notið vinsælda vegna starfs síns í velferðar- og menningarmálum en aldrei hlotið náð yfirvalda.[9] Bræðralagið lýsir sjálfu sér sem „friðsamlegri og lýðræðislegri hreyfingu“.[10][11]

Slagorð Bræðralags múslima hljóðar þannig: „Allah er takmark okkar; Spámaðurinn [Múhameð] er leiðtogi okkar; Lögmál okkar er Kóraninn; Jihad er okkar leið; dauði fyrir Allah er okkar hæsta von.“[heimild vantar]

Hassan al-Banna var skólakennari í litlu þorpi norður af Kaíró í Egyptalandi. Hugmyndafræði hans gekk út á að íslam væri fullkomin lífsspeki og að kóraninn væri eina ásættanlega stjórnarskráin sem hægt væri að byggja ríki á.[12] Hann tók ungur þátt í obeldisverkum múslima gegn kristnu fólki og múslimum sem ekki þóttu nógu trúræknir í heimabæ hans. Bræðralagið hlaut lengi fjárstyrk frá Sádi Arabíu[13][14] en á fyrstu árum samtakanna hlutu þau einnig talsverðan styrk frá Þýskalandi nasismans.[15][16][17][18]

Bræðralagið stofnaði snemma leynilegan hernaðarvæng[19][20] (arabíska: al-Tanzim al-Khass) sem stóð fyrir mörgum ofbeldisverkum. Meðlimir bræðralagsins stóðu meðal annars fyrir morðum á dómaranum Ahmed Khazinder Bey árið 1947[21] og á forsætisráðherra Egyptalands, Mahmud Fahmi al-Nuqrashi Pasja, árið 1948.[22] Opinberlega fordæmdi Hassan al-Banna bæði morðin og sagði að morðingjarnir væru „hvorki bræður né múslimar“.[23] Meðlimir bræðralagsins voru einnig viðriðnir árásir á gyðinga og fyrirtæki í eigu gyðinga,[24] árásir á vestræna ferðamenn og sprengjuárásir á lestar og lögreglustöðvar. Bræðralagið tók þátt í valdaráni hersins í Egyptalandi árið 1952[25] en ágreiningur kom fljótt upp á milli bræðralagsins og Gamals Abdel Nasser. Eftir að meðlimur bræðralagsins reyndi að drepa Nasser árið 1954 lét Nasser handtaka þúsundir meðlimi þess til að tryggja sjálfan sig á valdasessi.[26]

Bræðralagið starfar í mörgum ríkjum en hefur jafnan notið mestra áhrifa í Egyptalandi þar sem það var stofnað, þrátt fyrir að veraldlegar herstjórnir landsins hafi oft bannað hreyfinguna og gert rassíur gegn henni vegna gruns um samsæri, stuðning við hryðjuverk eða tilraunir til valdaráns.[27][28] Mestum áhrifum náði bræðralagið eftir egypsku byltinguna 2011 þegar Hosni Mubarak forseta var steypt af stóli. Í forsetakosningum sem haldnar voru næsta ár vann frambjóðandi Frelsis- og réttlætisflokksins (stjórnmálaarms bræðralagsins í Egyptalandi), Mohamed Morsi, sigur og gerðist forseti landsins. Morsi varð fljótt afar óvinsæll og var sjálfum steypt af stóli eftir aðeins rúmt ár í embætti. Í stjórnartíð núverandi forseta, hershöfðingjans Abd al-Fattah as-Sisi, hefur bræðralagið verið bannað á ný[29] og margir meðlimir þess fangelsaðir.[30][31]

Hugmyndafræði bræðralagsins hefur haft bein og óbein áhrif á ýmsa íslamska vígahópa og hryðjuverkasamtök. Bent hefur verið á Bræðralag múslima sem einn af hugmyndafræðilegum forverum íslamska ríkisins.[32] Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri[33], leiðtogar Al Kaída, störfuðu einnig með bræðralaginu en misstu síðar trú á aðferðafræði þess. Palestínsku skærusamtökin og stjórnmálahópurinn Hamas voru upprunalega stofnuð sem undirdeild bræðralagsins.[34]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The Principles of The Muslim Brotherhood“.
  2. „Bahrain News Agency - Bahrain backs Saudi Arabia, UAE, Foreign Minister says“. Sótt 24. maí 2018.
  3. Anadolu Ajansı (c) 2011. „Bahrain FM reiterates stance on Muslim Brotherhood“. Sótt 24. maí 2018.
  4. „Egypt's Muslim Brotherhood declared 'terrorist group'. Bbc.co.uk. 25. desember 2013. Sótt 24. maí 2018.
  5. „Resolution of the State Duma, 2 December 2003 N 3624-III GD "on the Application of the State Duma of the Russian Federation" on the suppression of the activities of terrorist organizations on the territory of the Russian Federation“ (rússneska). Consultant Plus. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. maí 2018.
  6. „Assad says 'factors not in place' for Syria peace talks“. Hurriyet (AFP). 24. maí 2018. Sótt 21. október 2013.
  7. „Saudi Arabia declares Muslim Brotherhood 'terrorist group'. BBC. Sótt 24. maí 2018.
  8. Alaa Shahine & Glen Carey, Bloomberg News (9. mars 2014). „U.A.E. Supports Saudi Arabia Against Qatar-Backed Brotherhood“. Bloomberg News. Sótt 24. maí 2018.
  9. „Óvissa um lýðræðið í Egyptalandi“. Fréttablaðið. 5. júlí 2013. Sótt 24. maí 2018.
  10. „Muslim Brotherhood Rejects Al-Sisi As True Tyrant; Vows to Continue Peaceful Protest Action - Ikhwanweb“. Sótt 24. maí 2018.
  11. „Pro-Democracy National Alliance Vows Escalated Peaceful Protests Across Egypt - Ikhwanweb“. Sótt 24. maí 2018.
  12. John L. Esposito, ritstjóri (2014). Banna, Hasan al-.
  13. Mintz, John; Farah, Douglas (10. september 2004). „In Search of Friends Among The Foes U.S. Hopes to Work With Diverse Group“. The Washington Post. Sótt 24. maí 2018.
  14. Bob Dreyfuss, „Saudi Arabia and the Brotherhood: What the 'New York Times' Missed“, The Nation, 13. júlí 2012, skoðað 24. maí 2018.
  15. Carol, Steven (2015). Understanding the Volatile and Dangerous Middle East: A Comprehensive Analysis. bls. 481. „After ten years, the Ikhwan had only 800 members, but the Muslim Brotherhood became a regional force after receiving massive aid from Nazi Germany. It formed a tactical and ideological alliance with the Nazis as well as with Hajj Amin al-Husseini, the Grand Mufti of Jerusalem. [...] This Nazi funding enabled the Muslim Brotherhood to expand internationally. By the end of World War II, it had a million members.“
  16. Morse, Chuck (2003). The Nazi Connection to Islamic Terrorism: Adolf Hitler and Haj Amin Al-Husseini. bls. 35. „"During World War II, the Brotherhood, with networks extending to several Arab capitals at that point, would maintain an informal espionage relationship with the Third Reich.“
  17. „Hitler trained the Muslim Brotherhood says ex-grand mufti“. alaraby.co.uk. 24. maí 2018.
  18. „Why Hitler Wished He Was Muslim“. Wall Street Journal. 16. janúar 2015.
  19. Lia, Brynjar. 1998. The Society of the Muslim Brothers in Egypt: The Rise of an Islamic Mass Movement 1928-1942. Reading, UK: Garnet, bls. 172-181.
  20. Carré, Olivier og Gérard Michaud. 1983. Les Frères musulmans : Egypte et Syrie (1928-1982). Paris: Gallimard, bls. 30-31.
  21. Mitchell, Richard P. 1969. The Society of the Muslim Brothers. London: Oxford University Press, bls. 62.
  22. Mitchell, Richard P. 1969. The Society of the Muslim Brothers. London: Oxford University Press, bls. 67.
  23. Mitchell, Richard P. 1969. The Society of the Muslim Brothers. London: Oxford University Press, bls. 68-69.
  24. Mitchell, Richard P. 1969. The Society of the Muslim Brothers. London: Oxford University Press, bls. 55-58, 75.
  25. Carré, Olivier and Gérard Michaud. 1983. Les Frères musulmans : Egypte et Syrie (1928-1982). Paris: Gallimard.
  26. Aburish, Said K. (2004), Nasser, the Last Arab, New York City: St. Martin's Press, bls. 54.
  27. Inside Egypt: The Land of the Pharaohs on the Brink of a Revolution by John R. Bradley, (Palgrave MacMillan, 2008), p.49
  28. Egypt global security.org
  29. „Egypt PM labels Brotherhood 'terrorist' group after bomb kills 14“. Dawn. AFP. 24. desember 2013. Sótt 24. maí 2018.
  30. "Egypt sentences to death 529 supporters of Mohamed Morsi". The Guardian. 24. mars 2014.
  31. "Egypt court sentences 183 Muslim Brotherhood supporters to death Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine". Reuters. 2. febrúar 2015.
  32. Hussain, Ghaffar (30. júní 2014). „Iraq crisis: What does the Isis caliphate mean for global jihadism?“. Independent. London. Sótt 24. maí 2018..
  33. Lawrence Wright (2006). The Looming Tower. Knopf. 37.
  34. Andrew Higgins, 'How Israel Helped to Spawn Hamas', The Wall Street Journal 24. janúar 2009.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.