Fara í innihald

Nýja testamentið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Nýja testamentið er annar hluti Biblíu kristinna manna. Nýja testamentið fjallar um ævi og kenningar Jesú, og atburði sem tengjast frumkristni. Hinn hluti Biblíunnar, Gamla testamentið, er að mestu byggður á hebresku biblíunni. Nýja og gamla testamentið eru saman álitin heilög ritning meðal kristinna manna.

Nýja testamentið er safn kristinna rita sem upphaflega voru skrifuð á koine grísku af ólíkum aðilum á ólíkum tímum. Rit Gamla testamentisins geta verið mismunandi eftir kristnum söfnuðum, en rit Nýja testamentisins eru nær undantekningalaust sömu 27 ritin:

Elsta heimildin um þessi 27 rit saman er bréf Aþanasíusar biskups í Alexandríu frá árinu 367.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.