Dill
Útlit
Dill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dill
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Anethum graveolens Carolus Linnaeus |
Dill eða sólselja (fræðiheiti: Anethum graveolens) er einær eða tvíær kryddjurt. Það er eina tegundin í ættkvíslinni Anethum. Sem kryddjurt er dill víða notað með fiski og agúrkum, og er aðalefnið í dillsósu. Plantan verður 40–60 cm á hæð, stilkarnir eru hávaxnir og grannir og laufblöðin fínleg og um 10–20 cm að lengd. Laufblöðin á dilli eru svipuð þeim á fennikku. Blómin eru gulhvít í lítlum sveipum 2–9cm að þvermáli. Fræin eru 4–5 mm löng og um 1 mm þykk, svolítið bogin.
Dill á rætur að rekja til Austur-Evrópu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Anethum graveolens.