Diljá Pétursdóttir
Útlit
Diljá | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Diljá Pétursdóttir 15. desember 2001 Kópavogur, Ísland |
Störf | Söngvari |
Ár virk | 2015–í dag |
Stefnur | Popp |
Hljóðfæri | Rödd |
Samvinna | Pálmi Ragnar |
Meðlimur í | Midnight Librarian |
Vefsíða | diljamusic |
Diljá Pétursdóttir (f. 15. desember 2001) er íslensk söngkona. Diljá hefur sungið í mörg ár. Hún keppti í Jólastjörnunni þegar hún var 11 ára.[1] Árið 2015 tók hún þátt í Ísland Got Talent aðeins tólf ára.[2] Diljá gekk í Verzlunarskóla Íslands og söng mörg lög í videonefndinni Rjóminn ásamt því að taka þátt í söngvakeppninni Vælið. Árið 2022 tók hún þátt í sænska Idolinu.[1]
Árið 2023 tók hún þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Lifandi inni í mér“.[3] Diljá sigraði keppnina með laginu „Power“ og keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision 2023 í Liverpool.[4] Hún endaði í 11. sæti í síðari undanriðlinum með 44 stig.[5]
Heimildir
- ↑ 1,0 1,1 Valtýsdóttir, Elma Rut (27. apríl 2023). „Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert" - Vísir“. visir.is. Sótt 8. janúar 2024.
- ↑ Haraldsson, Ingvar (15. febrúar 2015). „Diljá var stressuð en söng eins og engill“. Vísir. Sótt 5. mars 2023.
- ↑ Þórólfsdóttir, Sonja Sif (15. febrúar 2023). „Langað að keppa í Söngvakeppninni síðan hún var 7 ára“. Morgunblaðið. Sótt 5. mars 2023.
- ↑ Sæberg, Árni (4. mars 2023). „Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár“. Vísir. Sótt 5. mars 2023.
- ↑ „Diljá var einu sæti frá úrslitakvöldinu“. RÚV. 14. maí 2023. Sótt 16. maí 2023.