Fara í innihald

Diljá Pétursdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Diljá
Diljá árið 2023
Diljá árið 2023
Upplýsingar
FæddDiljá Pétursdóttir
15. desember 2001 (2001-12-15) (23 ára)
Kópavogur, Ísland
StörfSöngvari
Ár virk2015–í dag
StefnurPopp
HljóðfæriRödd
SamvinnaPálmi Ragnar
Meðlimur íMidnight Librarian
Vefsíðadiljamusic.com

Diljá Pétursdóttir (f. 15. desember 2001) er íslensk söngkona. Diljá hefur sungið í mörg ár. Hún keppti í Jólastjörnunni þegar hún var 11 ára.[1] Árið 2015 tók hún þátt í Ísland Got Talent aðeins tólf ára.[2] Diljá gekk í Verzlunarskóla Íslands og söng mörg lög í videonefndinni Rjóminn ásamt því að taka þátt í söngvakeppninni Vælið. Árið 2022 tók hún þátt í sænska Idolinu.[1]

Árið 2023 tók hún þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Lifandi inni í mér“.[3] Diljá sigraði keppnina með laginu „Power“ og keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision 2023 í Liverpool.[4] Hún endaði í 11. sæti í síðari undanriðlinum með 44 stig.[5]

Heimildir

  1. 1,0 1,1 Valtýsdóttir, Elma Rut (27. apríl 2023). „Sænska Idolið vendi­punktur í lífi Diljár: „Eitt það sárs­auka­fyllsta sem ég hef gert" - Vísir“. visir.is. Sótt 8. janúar 2024.
  2. Haraldsson, Ingvar (15. febrúar 2015). „Diljá var stressuð en söng eins og engill“. Vísir. Sótt 5. mars 2023.
  3. Þórólfsdóttir, Sonja Sif (15. febrúar 2023). „Langað að keppa í Söngvakeppninni síðan hún var 7 ára“. Morgunblaðið. Sótt 5. mars 2023.
  4. Sæberg, Árni (4. mars 2023). „Lands­menn í skýjunum með sigur Diljár“. Vísir. Sótt 5. mars 2023.
  5. „Diljá var einu sæti frá úrslitakvöldinu“. RÚV. 14. maí 2023. Sótt 16. maí 2023.

Tenglar

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.