Fara í innihald

Sumarólympíuleikarnir 1924

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 6. júlí 2010 kl. 08:39 eftir 193.4.101.102 (spjall) Útgáfa frá 6. júlí 2010 kl. 08:39 eftir 193.4.101.102 (spjall)
Aðalleikvangur Ólympíuleikanna í París 1924.

Sumarólympíuleikarnir 1924 voru haldnir í París í Frakklandi á tímabilinu 4. maí til 27. júlí. Mikið var lagt í umgjörð leikanna, t.d. var í fyrsta sinn reist Ólympíuþorp þar sem keppendur höfðust við meðan á íþróttamótinu stóð. Gestgjafarnir voru mjög andsnúnir því að Þjóðverjar tækju þátt í leikunum og fór svo að lokum að þeir sátu heima.

Aðdragandi og skipulagning

Amsterdam, Los Angeles, Rio de Janeiro og Róm sóttust eftir leikunum ásamt Parísarborg sem varð hlutskörpust þrátt fyrir að hafa haldið leikana tæpum aldarfjórðungi fyrr. Þar mun Pierre de Coubertin hafa ráðið mestu um, en leikarnir voru þeir síðustu sem skipulagðir voru undir forystu hans.

Á leikunum var einkunnarorð Ólympíuleikanna Citius, altius, fortius (Hraðar, hærra, fastar) kynnt til sögunnar í fyrsta sinn.

Í tengslum við Parísarleikanna var haldin keppni í vetrargreinum í Chamnoix í Ölpunum frá 25. janúar til 5. febrúar undir heitinu „vika vetraríþrótta“. Síðar fékk íþróttakeppni þessi heitið Vetrarólympíuleikar.

Keppnisgreinar

Keppt var í 127 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Verðlaunaskipting eftir löndum

Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 45 27 27 99
2  Finnland 14 13 10 37
3  Frakkland 13 15 10 38
4  Bretland 9 13 12 34
5 Fáni Ítalíu Ítalía 8 3 5 16
6  Sviss 7 8 10 25
7  Noregur 5 2 3 10
8  Svíþjóð 4 13 12 29
9 Holland 4 1 5 10
10  Belgía 3 7 3 13
11 Fáni Ástralíu Ástralía 3 1 2 6
12  Danmörk 2 5 2 9
13 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 2 3 4 9
14 Júgóslavía 2 0 0 2
15 Tékkóslóvakía 1 4 5 10
16 Argentína 1 3 2 6
17 Eistland 1 1 4 6
18 Mynd:Flag of South Africa (1910-1912).png Suður-Afríka 1 1 1 3
19 Úrúgvæ 1 0 0 1
20 Fáni Austurríkis Austurríki 0 3 1 4
Kanada 0 3 1 4
22 Pólland 0 1 1 2
23 Haiti 0 0 1 1
 Japan 0 0 1 1
Nýja Sjáland 0 0 1 1
Portúgal 0 0 1 1
Rúmenía 0 0 1 1
Alls 126 127 125 378