Wikipedia:Potturinn
Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.
Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu. |
Íslenskar þýðingar
Ég hef verið að leita að íslenskum þýðingum fyrir tvö orð en ekki fundið neitt.
- Civil service commission[1]:Ríkisstofnun sem sér um ráðningar og stöðuhækkanir innan stjórnsýslunar.
- Cronyism[2]: Skipun vina eða félaga í áhrifastöður án þess að taka tillit til hæfni þeirra til að gegna slíkum stöðum.
Crony er þýtt sem virktavinur í orðabókinni sem ég nota en ég finn ekkert orð yfir cronyism.
--Jóhann Heiðar Árnason 29. desember 2009 kl. 02:53 (UTC)
- Civil service commission er þýtt sem „embættismannanefnd“ og það má finna nokkur orð yfir cronyism eins og „vinaráðningar“ og „einkavinavæðing“ (svo rakst ég líka á „fornvinaveldi“ og „kumpánaveldi“ sem mætti nota í gríni). --バルドゥル 29. desember 2009 kl. 06:00 (UTC)
- „Vildarvinaspilling“ rakst ég á á nokkrum stöðum. --Akigka 29. desember 2009 kl. 11:32 (UTC)
- Civil service er vitaskuld opinber stjórnsýsla eða almannaþjónusta, commission = nefnd. Þetta er greininlega stofnun innan Breska samveldisins. Þetta einkennir stjórnsýslu UK, BNA, Ástralíu, Hong Kong og fl fyrrverandi nýlenda. Þess vegna mætti útfæra þýðinguna sem opinbera stjórnsýslunefndin ? Crony er þýtt sem a close companion, cronyism er eðlilega að hygla vinum og vandamönnum á kostnað verðleika. Ég held að hið gamla góða klíkuskapur eigi við. (smá umræða um spillingu)--Jabbi 17. janúar 2010 kl. 11:41 (UTC)
- „Vildarvinaspilling“ rakst ég á á nokkrum stöðum. --Akigka 29. desember 2009 kl. 11:32 (UTC)
27.000 greinar
Heldið þið að sé hægt að koma að 27.000 greinum á undan loki ársins? Maxí 30. desember 2009 kl. 11:29 (UTC)
- Já, það vantar ekki nema 34 greinar, það ætti að vera hægt með því að dúndra inn nokkrum stubbum. --Cessator 30. desember 2009 kl. 13:14 (UTC)
- 27.004 greinar á miðnætti. --Stalfur 1. janúar 2010 kl. 02:05 (UTC)
2010
Gleðilegt MMX, forsíðan hjá okkur sýndi rauða tengla fyrir grein mánaðarins og mynd dagsins, ég renndi yfir gæðagreinar og setti John Stuart Mills sem grein mánaðarins og setti svo inn fyrstu 9 dagana í mynd dagsins fyrir janúar, sama og er á commons. Ef einhver nennir að setja inn restina af myndunum fyrir 10-31 janúar (núverandi myndir þar fyrir þessa daga eru síðan í desember) þá væri það frábært. --Stalfur 1. janúar 2010 kl. 01:55 (UTC)
Þar kom að því
Nú eru þeir á commons byrjaðir að eyða út myndum af íslenskum byggingum í tonnavís. Líklega þarf einhver að bjarga þeim þaðan (efast um að það séu nein eintök til annarsstaðar) og setja þær inn hér í staðinn. --Akigka 11. janúar 2010 kl. 09:23 (UTC)
Translatewiki.net update
- Currently 69.86% of the MediaWiki messages and 9.38% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising and proof reading at translatewiki.net. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 11. janúar 2010 kl. 12:40 (UTC)
- PS Please help us complete the most wanted messages..
Ísl-enskar greinar
Er það ég eða fjölgar sífellt hjá okkur greinum sem eru mismikil íslenska og skrifaðar af fólki með litla eiginlega íslenskuþekkingu? --Stalfur 12. janúar 2010 kl. 02:44 (UTC)
- Ertu að eiga við mig? Maxí 12. janúar 2010 kl. 02:55 (UTC)
- Eitthvað já, en þínar greinar eru barnanna bestar. Badík hins vegar... --Stalfur 12. janúar 2010 kl. 04:40 (UTC)
- Ég held að einhver eigi að skrifa honum nokkrar ráðleggingar. Maxí 12. janúar 2010 kl. 12:46 (UTC)
- Já, það eru all nokkrar ísl-enskar greinar, illa þýddar greinar sem halda enskri setningaskipan og orðaröð (og ég er ekki að tala um Maxí). En Badík er fyrirbæri út af fyrir sig, greinarnar hans líta ekki út eins og t.d. all nokkrar hráþýddar greinar um frægt fólk og sjónvarpsefni, þær líta fremur út eins og tilraun til að skrifa fornmál en þó með furðulegustu stafsetningarvillum. Það er búið að benda honum á að nota villuleitarforrit á netinu en hann virðist ekki vilja gera það. Ég hef líka eytt sumum greinum hans í stað þess að leiðrétta þær með þeim rökum að þær hafi ekki verið á íslensku en hef þó ekki náð að vekja hann til umhugsunar. --Cessator 12. janúar 2010 kl. 14:16 (UTC)
- Ég held að hann gæti verið lesblindur heldur lélegur þýðandi. Maxí 12. janúar 2010 kl. 14:30 (UTC)
- Hann er ekki lesblindur - hann er greinilega að reyna að skrifa fónemíska stafsetningu - þess vegna gerir hann ekki greinarmun á 'i' og 'y' o.s.frv. Þetta er hins vegar ekki mjög góð fónemísk stafsetning hjá honum og hann er ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér.
- Ég held að hann gæti verið lesblindur heldur lélegur þýðandi. Maxí 12. janúar 2010 kl. 14:30 (UTC)
- Eitthvað já, en þínar greinar eru barnanna bestar. Badík hins vegar... --Stalfur 12. janúar 2010 kl. 04:40 (UTC)
- Maxí er óskiljanlegur á allt annan hátt (hvað á "gæti verið lesblindur heldur lélegur þýðandi" t.d. að þýða?) en hann gerir a.m.k. sitt besta og er ekki með einhverja fordild og tinktúrur. Haukur 17. janúar 2010 kl. 00:48 (UTC)
Kynningarefni fyrir fólk í prófkjörsbaráttu
Mér finnst ekki að við eigum að hýsa greinar eins og Ingimar Oddsson ([3]), s.s. kynningarefni fyrir fólk sem lítið hefur verið í sviðsljósinu. Haukur 17. janúar 2010 kl. 00:38 (UTC)
- Sammála. --Bjarki 20. janúar 2010 kl. 17:29 (UTC)
Bolungarvíkurgöng or Óshlíðargöng
Can someone tell me if Bolungarvíkurgöng or Óshlíðargöng will have one or to traffic lanes? --Snurre86 19. janúar 2010 kl. 19:05 (UTC)
Verk úr höfundarétti
Þar sem höfundaréttur fellur úr gildi um áramót á 70. ári eftir lát höfundar þá eru verk Einars Benediktssonar og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur nú laus úr viðjum höfundaréttar. Það væri virkilega eftirsóknarvert að gera verk þessara höfunda aðgengileg á Wikiheimild. --Akigka 20. janúar 2010 kl. 12:27 (UTC)
- Eitt ár enn - það er um fyrstu áramót eftir að 70 ár eru liðin. 88.149.112.25 21. janúar 2010 kl. 00:27 (UTC)
- Dj. þarna hljóp ég á mig :) --Akigka 21. janúar 2010 kl. 09:48 (UTC)
- Þá höfum við 1 ár til að skanna inn bækurnar... --Stalfur 21. janúar 2010 kl. 10:25 (UTC)
- Væri góð hugmynd að setja upp lista á wikiheimild um þá íslensku höfunda hverra verk eru fallin úr höfundaréttarlögum? --ojs 8. febrúar 2010 kl. 10:58 (UTC)
- Þá höfum við 1 ár til að skanna inn bækurnar... --Stalfur 21. janúar 2010 kl. 10:25 (UTC)
- Dj. þarna hljóp ég á mig :) --Akigka 21. janúar 2010 kl. 09:48 (UTC)
Nýr topplisti
Vefsíðan http://stats.grok.se/ sem mælir umferð á Wikipediu var að birta lista yfir vinsælustu síður á Wikipediu fyrir desember 2009.
Hérna er Íslenski listinn.--Jóhann Heiðar Árnason 20. janúar 2010 kl. 15:59 (UTC)
- Takk fyrir þetta, gaman að sjá listann. --Cessator 20. janúar 2010 kl. 16:14 (UTC)
- Mannanöfnin sterk þarna eins og mig grunaði. --Stalfur 20. janúar 2010 kl. 18:42 (UTC)
- Meinarðu listann? Mér sýnast greinarnar Internetið, Wikipedia og síðan jóla- og landafræðigreinar vera mest áberandi þarna. --Akigka 20. janúar 2010 kl. 20:36 (UTC)
- Ég var neikvæður á mannanafnagreinarnar hérna einu sinni svo það er rétt að það komi fram núna að ég hef mjög oft notað þær síðustu ár. Við konan mín notuðum þær meðal annars þegar við vorum að velta fyrir okkur nafni á dóttur okkar. Það er mjög þægilegt að hafa þessar tíðniupplýsingar aðgengilegar og þetta er hið besta mál. Haukur 21. janúar 2010 kl. 00:32 (UTC)
- Ætlaði einmitt að fara að uppfæra tíðnina núna bráðum. Og já listarnir eru að skora hátt þarna:
- Hef einmitt sjálfur notað þetta til að aðstoða við ákvarðanatöku, nýjasta afkvæmið kemur í apríl og nafnið er 90% ákveðið. --Stalfur 21. janúar 2010 kl. 03:17 (UTC)
- Mannanöfnin sterk þarna eins og mig grunaði. --Stalfur 20. janúar 2010 kl. 18:42 (UTC)
Á þýsku wiki er fítus til að breyta greinum yfir á PDF-snið. Þetta finnst mér sniðugt. Er ekki hægt að útfæra svona hér? --Jabbi 23. janúar 2010 kl. 10:18 (UTC)
- Er þetta ekki hluti af bókafítusnum? Maður getur sumsé búið sér til bók á ensku wikipediunni þar sem maður merkir greinar sem að þær eigi að fara í bók sem maður býr til í viðkomandi hluta. --Stalfur 23. janúar 2010 kl. 21:28 (UTC)
Textar við mynd dagsins
Ég hef aðeins verið að fikta við að þýða texta við mynd dagsins á commons (sjá http://commons.wikimedia.org/wiki/Template:Potd/2010-02), það væri gott ef þeir sem settu inn textann hérna á íslensku wiki gerðu það líka á commons eða hefðu það til hliðsjónar a.m.k. þannig að það sé sami texti hérna á íslensku og í commons. --ojs 30. janúar 2010 kl. 23:53 (UTC)
Notendanöfn notuð til að vega að fólki
Ég tók eftir því að ákveðinn notandi hér á Wikipediu hefur skráð sig undir notendanafni sérstaklega til þess að vega að Jónu Þórunni sem er búin að vera virk hér á íslensku Wikipediu í fimm ár.
Í greininni um framkomu á Wikipediu stendur (reyndar í sambandi við framkomu á spjallsíðum) „ Ekki vera með persónuárásir... “[4]. Á ensku Wikipediu eru vissar tegundir notendanafna bannaðar, þar á meðal notendanöfn sem eru móðgun við aðra notendur og notendanöfn sem vega að persónu fólks[5].
Við ættum að banna notendanöfn þar sem ráðist er að notendum eins og þarna er gert. Ef við leyfum svona níð á Wikipediu þá erum við að fæla í burtu góða notendur á meðan við opnum dyrnar fyrir notendum sem kunna ekki að hegða sér.--Jóhann Heiðar Árnason 7. febrúar 2010 kl. 07:43 (UTC)
- Ég tek undir þetta. Notendanöfn af þessu tagi ættu ekki að líðast. Ensku reglurnar sem Jóhann vísar til sýnast mér skynsamlegar. --Oddur Vilhelmsson 7. febrúar 2010 kl. 07:49 (UTC)
- Alveg sammála, þar að auki hefur viðkomandi notandi ekki sýnt neina viðleitni að fara eftir reglum um skrif á Wikipediu.Masae 7. febrúar 2010 kl. 09:58 (UTC)
- Bannaði notandanafnið. Viðkomandi hefur ekki verið í vandræðum með að smíða sér ný nöfn hingað til ... --Navaro 7. febrúar 2010 kl. 10:18 (UTC)
- Alveg sammála, þar að auki hefur viðkomandi notandi ekki sýnt neina viðleitni að fara eftir reglum um skrif á Wikipediu.Masae 7. febrúar 2010 kl. 09:58 (UTC)
- Ég er hjartanlega sammála þessu. Það er til regla á ensku Wikipediunni (sem gildir hér líka) um óviðeigandi notendanöfn. Þetta er dæmi um slíkt. --Cessator 7. febrúar 2010 kl. 19:05 (UTC)
Van/hæfni?
Sæl. Ég bætti við grein eftir sjálfan mig í tenglasafn við Stríðið í Írak. sjá greinina hér. Mér finnst þetta fyllilega relevant. Kannski að aðrir séu ósammála? --Jabbi 3. mars 2010 kl. 12:58 (UTC)
- Ekkert athugavert við það í sjálfu sér ef þetta er "relevant". Í leiðbeiningunum okkar um frumrannsóknir segir: "Ef þú hefur hugmynd eða kenningu sem þú telur að ætti að verða hluti af þeirri þekkingu sem er að finna á Wikipediu, þá er best að fá hugmyndina eða kenninguna birta í ritrýndu tímariti eða hjá þekktri fréttastofu og greina svo frá því á óhlutdrægan máta." Í þessu tilviki er meira að segja einungis um tengil að ræða en mér sýnist þetta vera alveg í anda við það sem kemur fram þarna. Kannski hafa aðrir ólíkar skoðanir á þessu. --Cessator 3. mars 2010 kl. 13:51 (UTC)
Tónlist, WikiMusic??
Ég hef tekið eftir að nokkuð mörgum tillögum að hljómsveitum sem eru svona í óþekktari kantinum. Væri ekki sniðugt að nýta þessar greinar og reyna jafnvel að bæta nýjum lið á wiki. Eins og wikimusic þar sem hlutlausar greinar fjalla um þekktari og óþekktari hljómsveitir, einnig væri gaman ef hægt væri að deila tónlist með öllum greinum. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 130.208.128.200 (spjall | framlög)
- Með orðinu „tillögum“ geri ég ráð fyrir að þú eigir við eyðingartillögur. Vandinn er að efni verður að vera að lágmarki sannreynanlegt og má alls ekki fela í sér frumrannsóknir — þetta er ófrávíkjanlegt því annars væri úti um þetta verkefni, það væri engin leið að tryggja að neitt sem hér stæði væri satt og rétt. En því miður er það einmitt þannig að greinar um tiltölulega óþekktar hljómsveitir eru ósannreynanlegar og fela í sér frumrannsóknir. Þess vegna eru meiri líkur en ella á að greinum um óþekktar hljómsveitir verði eytt; það eru bara ekki til nægar óháðar og áreiðanlegar heimildir um þær svo að hægt sé að skrifa að neinu viti. --Cessator 10. mars 2010 kl. 21:03 (UTC)
- Ég átti bara við að ef slík hliðarsíða væri stofnuð væri hægt að víkja aðeins frá viðmiðum um merkvert efni. Þannig væru viðmiðin annars eðlis en alment. Ekki þannig að hvað sem er væri ok. Eins gæti líka verið umföllun um einstaka lög og þess háttar sem á ekki samastað á wikipediu. Ég var líka einmitt að vona að tónlistarmenn myndu gefa tónlist inná vefinn.Buibjarmar 11. mars 2010 kl. 22:16 (UTC)
- Varðandi það að hafa tónlist í greinunum sjálfum skoðaðu þessa grein til að lesa þér um lagavitleysuna sem því fylgir. Nema tónlistarmennirnir sem um ræðir geti gefið lögin út undir frjálsu leyfi er slíkt takmarkað við stutt sýnishorn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. mars 2010 kl. 21:24 (UTC)
Orðapistill
Veit einhver um enska þýðingu á orðinu orðapistill? --バルドゥル 13. mars 2010 kl. 06:42 (UTC)
Nafn Icesave kosninga greinarinnar á ensku wikipediu
Sælir
Ég hef undanfarið verið að ræða nafn greinarinnar um Icesave kosningarnar á ensku wikipediu en án mikils árangurs enda virðast fáir editors hafa áhuga á málinu.
Núverandi nafn greinarinnar er Icelandic_debt_repayment_referendum,_2010 en ég tel að hér sé um rangt nafn á greininni að ræða.
Google gefur til kynna að málið sé þekkt betur undir öðru nafni:
124.000 "The Icesave referendum"
118.000 "Icesave referendum"
15.100 "Icelandic debt repayment referendum, 2010"
Ég tel að besta nafnið á greininni sé The Icesave referendum. Hægt er að halda því fram að jákvætt væri ef þetta yrði kallað "The Icelandic Icesave referendum, 2010" en ég tel ekki vera þörf á slíku upplýsingafylltu nafni. Það er eingöngu til eitt Icesave mál og því er óþarfi að tala um það að það sé eitthvað sérstaklega Íslenskt, ennfremur þá hefur eingöngu ein þjóðaratkvæðagreiðsla um málið farið fram og því er óþarfi að taka fram ártal hennar.
Ef þið hafið einhverja skoðun á málinu endilega lítið þá við hér og takist á við þetta með okkur http://en.wikipedia.org/wiki/Talk:Icelandic_debt_repayment_referendum,_2010 .--Icelandic Viking POWER 17. mars 2010 kl. 18:48 (UTC)
Myndir af gosinu
Ef einhver á í fórum sínum frjálst myndefni sem tengist gosinu, þá væri mjög áhugavert að fá þær inn á Commons og í greinina. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 21. mars 2010 kl. 17:11 (UTC)
Grein mánaðarins, Bjór á Íslandi, dulbúin auglýsing fyrir Vífilfell og Ölgerð Egils
Núna blasir á forsíðu við greinin "Bjór á Íslandi" sem grein mánaðarins og fremst í þeirri grein eru vísanir í tvær íslenskar ölgerðir. Þetta er á forsíðu íslensku wikipedia. Ég minnist þess ekki að hafa séð áður greinar á forsíðu sem auglýsa á svona áberandi hátt íslenskar vörur eða svona vísanir almennt á wikipedia enda er það aðalsmerki wikipedia að vera ekki með auglýsingar. Í þessu tilviki er um að ræða vörur sem bannað er að auglýsa en sem framleiðendur hafa fundið upp ýmsar leiðir til að fara í kringum það bann. Einn stærsti notendahópur íslensku wikipedia er nemendur í framhaldsskólum og það er einmitt sá markhópur sem bjórsalar leggja kapp á að að ná til. Þessi umfjöllun á wikipedia (ég vil ekki ganga svo langt að kalla þetta auglýsingu en í rauninni er þetta lítið annað en það) þjónar því hagsmunum bjórsala afar vel. Er þessi grein á wikipediu ekki ennþá eitt dæmið um hvernig bjórframleiðendur auglýsa vöru sína í öllum hugsanlegum miðlum og komast hjá auglýsingabanni? núna er þetta grein mánaðarins á wikipedia (áhugavert að skoða hvort það er að einhverju leiti fyrir tilstuðlan bjórfyrirtækjanna) og þannig á forsíðunni og í einni fyrstu setningu í greininni er fjallað um vörumerkin og fyrirtækin sem selja bjór á Íslandi. Þetta er dæmi um hvernig wikipedia er notuð í auglýsingaskyni, í þessu tilviki fyrir íslenskan bjór. Það er ekki eðlilegt að nöfn fyrirtækjanna komi svona snemma fyrir í greininni. Svona byrjar greinin: "Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell." Það hefur langmest auglýsingagildi fyrir bjórframleiðendur að hafa vísun í vörumerkin fremst. Ekki nóg með að þetta sé lítt dulbúin auglýsing heldur er líka mynd af víking bjór og þar er tengt í fyrirtækið sem framleiðir bjórinn. Sér fólk ekkert athugavert við svona notkun á wikipedíu? --Salvör Gissurardóttir 22. mars 2010 kl. 00:52 (UTC)
- Ég er búinn að svara þér hér. En annars segirðu: „áhugavert að skoða hvort það er að einhverju leiti fyrir tilstuðlan bjórfyrirtækjanna“ [þ.e. að greinin sé grein mánaðarins]. Þetta eru ekkert annað en dylgjur í garð Jabba (og Stalfs) (sjá hér). Ég sé ekkert að því að hafa grein um bjór á Íslandi (eða um bjór almennt) á is.wikipedia og ekki heldur að því að slík grein sé grein mánaðarins. Auglýsingar eru bannaðar, já — á Íslandi. En þetta er reyndar vefsíða sem er hýst í Bandaríkjunum svo jafnvel þótt þetta væri auglýsing — og þetta er það ekki — þá væru engin lög brotin. En þar að auki er fræðsluefni leyft á Íslandi, líka um bjór. Fyrir um tveimur áratugum síðan kom t.d. út Bókin um bjórinn á Íslandi og var ekki bönnuð og innkölluð úr verslunum á þeirri forsendu að um auglýsingu væri að ræða. Það er fráleitt að leggja að jöfnu umfjöllun um bjór — fræðsluefni — og auglýsingar. Þetta er ekki auglýsing. --Cessator 22. mars 2010 kl. 01:45 (UTC)
- Salvör mín, þetta var ekki fyrir tilstuðlan neins og ef þú lítur á tengilinn hér fyrir ofan á umræðuna um hvaða grein yrði grein mánaðarins þá var það hending ein, nema hvað mars er tengdur bjór á Íslandi af sögulegum ástæðum. Ég valdi þetta sem grein mánaðarins, ég er ekki tengdur neinum bjórframleiðanda og að auki drekk ég ekki bjór þar sem mér finnst hann vondur. Ef þú vilt ganga lengra með samsæriskenninguna þá er það velkomið en þú veist vonandi nú að öll slík smíði byggir á sandi. --Stalfur 22. mars 2010 kl. 02:48 (UTC)
- Þetta er áhugavert :) Greinin var alla vega ekki hugsuð sem óbein auglýsing. Ástæðan fyrir því að ég stofnaði hana var sú að ég datt í að kynna mér af hverju sala áfengs öls hefði verið bönnuð í áfengislögunum frá 1934 með því að lesa í gegnum umræðurnar sem urðu um frumvarpið á þingi. Svo vatt þetta upp á sig eins og gengur. Það orkar kannski tvímælis að nefna þessa tvo framleiðendur í upphafi greinarinnar, en mér finnst samt dálítið skrýtið að tala um Ölgerðina og Vífilfell sem "vörumerki": bæði fyrirtækin eru þekktust sem gosdrykkjaframleiðendur. Þau eiga hins vegar nokkur vörumerki í bjór eins og Víking, Thule, Egils Gull o.s.frv. Þessi vörumerki eru hins vegar ekki nefnd fyrr en löngu síðar í greininni. --Akigka 22. mars 2010 kl. 10:21 (UTC)
- Efnislega hefur Salvör alveg rétt fyrir sér, þ.e. að það er óþarfi að nefna bjórframleiðendur á Íslandi á forsíðu Wikipedia. Það jaðrar við auglýsingu. Nú, hins vegar er auðvita sjálfsagt mál að hafa grein um bjór sem grein mánaðarins (þetta er þar að auki skemmtileg og ágætis grein) og eins að nefna í greininni hverjir helstu framleiðendur eru á Íslandi. Væri ekki bara hægt að flytja inngangsklausuna á annan stað í greininni? Masae 22. mars 2010 kl. 11:06 (UTC)
- Efnislega hefur Salvör rangt fyrir sér — hún hefur rangt fyrir sér um að greinin sé auglýsing; hún hefur rangt fyrir sér um að það sé að tilstuðlan framleiðendanna að greinin er grein mánaðarins; og hún hefur rangt fyrir sér um að fjallað sé um vörumerki snemma í greininni (þetta er það sem kemur efnislega fram í athugasemd hennar og það er allt rangt). Hvað varðar síðasta atriðið, þá skýrir Akigka þetta vel: Vörumerki og fyrirtæki er ekki eitt og það sama, það verður að gera greinarmun á þessu tvennu. Fyrirtækin sem um ræðir eru þekktust fyrir allt annað en að framleiða bjór. Ég sé ekki hvers vegna það þarf að færa setningu um framleiðendurna neðar í greinina; þetta er ekki auglýsing, þetta er bara staðreynd: þessi fyrirtæki framleiða mest. Við miðlum og eigum að miðla staðreyndum. Ég sé ekki hver vandinn er. Bara út af því að það er bannað að auglýsa bjór á Íslandi er ekki þar með sagt að það sé bannað að tala um bjór og ef við færum að "kóa" með íslenska auglýsingabanninu á þann hátt að við veigruðum okkur við að miðla staðreyndum, þá væri komin ritskoðunarstefna hér sem væri algerlega óréttlætanleg. --Cessator 22. mars 2010 kl. 13:35 (UTC)
- Efnislega hefur Salvör alveg rétt fyrir sér, þ.e. að það er óþarfi að nefna bjórframleiðendur á Íslandi á forsíðu Wikipedia. Það jaðrar við auglýsingu. Nú, hins vegar er auðvita sjálfsagt mál að hafa grein um bjór sem grein mánaðarins (þetta er þar að auki skemmtileg og ágætis grein) og eins að nefna í greininni hverjir helstu framleiðendur eru á Íslandi. Væri ekki bara hægt að flytja inngangsklausuna á annan stað í greininni? Masae 22. mars 2010 kl. 11:06 (UTC)
- Þetta er áhugavert :) Greinin var alla vega ekki hugsuð sem óbein auglýsing. Ástæðan fyrir því að ég stofnaði hana var sú að ég datt í að kynna mér af hverju sala áfengs öls hefði verið bönnuð í áfengislögunum frá 1934 með því að lesa í gegnum umræðurnar sem urðu um frumvarpið á þingi. Svo vatt þetta upp á sig eins og gengur. Það orkar kannski tvímælis að nefna þessa tvo framleiðendur í upphafi greinarinnar, en mér finnst samt dálítið skrýtið að tala um Ölgerðina og Vífilfell sem "vörumerki": bæði fyrirtækin eru þekktust sem gosdrykkjaframleiðendur. Þau eiga hins vegar nokkur vörumerki í bjór eins og Víking, Thule, Egils Gull o.s.frv. Þessi vörumerki eru hins vegar ekki nefnd fyrr en löngu síðar í greininni. --Akigka 22. mars 2010 kl. 10:21 (UTC)
- Salvör mín, þetta var ekki fyrir tilstuðlan neins og ef þú lítur á tengilinn hér fyrir ofan á umræðuna um hvaða grein yrði grein mánaðarins þá var það hending ein, nema hvað mars er tengdur bjór á Íslandi af sögulegum ástæðum. Ég valdi þetta sem grein mánaðarins, ég er ekki tengdur neinum bjórframleiðanda og að auki drekk ég ekki bjór þar sem mér finnst hann vondur. Ef þú vilt ganga lengra með samsæriskenninguna þá er það velkomið en þú veist vonandi nú að öll slík smíði byggir á sandi. --Stalfur 22. mars 2010 kl. 02:48 (UTC)
- Ágætis viðbrögð við þessu innleggi hjá mér og margt upplýsandi komið fram. Ég var greinilega að tapa mér í samsæriskenningum og ég átta mig núna á hvers vegna þessi grein var valin og að þeir sem komu að ritun hennar reyndu að vanda sig sem best. Ég vil alls ekki gera lítið úr framlagi þeirra. Það breytir því hins vegar ekki að það er gott að ræða hvernig þekking er sett fram og hvaða þekkingarbrotum er hampað. Það er akkúrat ekkert að efni þessarrar greinar eða að svona málefni sé grein mánaðarins. Það eru hins vegar efnistökin að gera bjórframleiðendum svona hátt undir höfði (í byrjun greinar).Það sem ég gagnrýni snýr eingöngu að því að það er verið að taka fyrir bjórgerð á Íslandi og aðaláherslan í byrjun greinar í máli og myndum er á tvo söluaðila bjórs. Það er afar fróðlegt að bera saman efnistök í uppbyggingu þessarar greinar og svo greinarinnar kartafla sem reyndar fjallar líka um matvæli úr sterkju og ýmis afbrigði sem ræktuð eru. Það er reyndar ekkert að því að telja upp íslensk brugghús eða hafa sérstakan kafla í svona grein um þau, bara ekki gera það að merkilegasta atriðinu (fremsta í greininni). Það er ekki merkilegast við bjórgerð á Íslandi að bjór sé aðallega framleiddur af Vífilfelli og Ölgerðinni. Það er reyndar athyglisvert að skoða greinarnar eftir löndum á ensku Wikipedia, sjá hérna: Beers_of_the_world, það er afar mismunandi hvaða þekkingaratriði eru sett fram.--Salvör Gissurardóttir 22. mars 2010 kl. 23:49 (UTC)
- Athyglisverður listi. Í greininni um bjór í Danmörku er fyrsta málsgreinin svona: „Beer in Denmark is dominated by Carlsberg and Tuborg.“ Greinin beinlínis hefst á þessum orðum. Greinin um bjór í Ástralíu segir líka strax í innganginum hverjir stærstu framleiðendurnir eru, sem og greinin um bjór í Filippseyjum, Finnlandi, Hollandi, Ísrael, Kanada, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Portúgal, Sýrlandi, Tyrklandi, Tælandi og Úkraínu. Sums staðar er þetta ekki bara heitin á framleiðendunum heldur beinlínis vörumerkin. Þetta er alls ekki í öllum greinunum en þó langt í frá einsdæmi í greininni hér. --Cessator 23. mars 2010 kl. 02:57 (UTC)
- Ágætis viðbrögð við þessu innleggi hjá mér og margt upplýsandi komið fram. Ég var greinilega að tapa mér í samsæriskenningum og ég átta mig núna á hvers vegna þessi grein var valin og að þeir sem komu að ritun hennar reyndu að vanda sig sem best. Ég vil alls ekki gera lítið úr framlagi þeirra. Það breytir því hins vegar ekki að það er gott að ræða hvernig þekking er sett fram og hvaða þekkingarbrotum er hampað. Það er akkúrat ekkert að efni þessarrar greinar eða að svona málefni sé grein mánaðarins. Það eru hins vegar efnistökin að gera bjórframleiðendum svona hátt undir höfði (í byrjun greinar).Það sem ég gagnrýni snýr eingöngu að því að það er verið að taka fyrir bjórgerð á Íslandi og aðaláherslan í byrjun greinar í máli og myndum er á tvo söluaðila bjórs. Það er afar fróðlegt að bera saman efnistök í uppbyggingu þessarar greinar og svo greinarinnar kartafla sem reyndar fjallar líka um matvæli úr sterkju og ýmis afbrigði sem ræktuð eru. Það er reyndar ekkert að því að telja upp íslensk brugghús eða hafa sérstakan kafla í svona grein um þau, bara ekki gera það að merkilegasta atriðinu (fremsta í greininni). Það er ekki merkilegast við bjórgerð á Íslandi að bjór sé aðallega framleiddur af Vífilfelli og Ölgerðinni. Það er reyndar athyglisvert að skoða greinarnar eftir löndum á ensku Wikipedia, sjá hérna: Beers_of_the_world, það er afar mismunandi hvaða þekkingaratriði eru sett fram.--Salvör Gissurardóttir 22. mars 2010 kl. 23:49 (UTC)
- Svo vil ég mótmæla að það sé einhver ritskoðun að gagnrýna efnistök í greinum og styðja með rökum og umræðu að framleiðendum vöru sé gert óeðlilega hátt undir höfði. Það að benda á að verið sé að storka íslensku samfélagi og þeim lögum sem þar gilda með þessari framsetningu á forsíðu wikipedia og það virki eins og bjórauglýsing má auðvitað kalla að "kóa með auglýsingabanninu" eins og Cessator kýs að orða það en á það má hins vegar benda að það getur varla verið mjög ofarlega sem markmið greina á Wikipedia að auglýsa vörur, hvað þá vörur sem landslög banna að séu auglýstar.--Salvör Gissurardóttir 23. mars 2010 kl. 00:22 (UTC)
- Það sagði enginn að það væri ritskoðun að gagnrýna efnistök, þvert á móti sei ég hér: „Gagnrýndu uppsetningu greinarinnar ef þú vilt en ekki gera ráð fyrir að aðrir notendur skrifi hér af annarlegum hvötum og ekki setja fram ásakanir nema að vel íhuguðu máli“. Ég sagði ekki heldur að „[þ]að að benda á að verið sé að storka íslensku samfélagi og þeim lögum sem þar gilda með þessari framsetningu á forsíðu wikipedia og það virki eins og bjórauglýsing“ sé að kóa með auglýsingabanninu. Það sem ég sagði var: „Bara út af því að það er bannað að auglýsa bjór á Íslandi er ekki þar með sagt að það sé bannað að tala um bjór og ef við færum að "kóa" með íslenska auglýsingabanninu á þann hátt að við veigruðum okkur við að miðla staðreyndum, þá væri komin ritskoðunarstefna hér sem væri algerlega óréttlætanleg“; m.ö.o. það væri að "kóa" með auglýsingabanninu ef við færum svo langt að veigra okkur við að miðla bara einföldum staðreyndum — já, það er auglýsingabann á bjórauglýsingar á Íslandi en við eigum ekki að láta það aftra okkur frá því að miðla staðreyndum um bjór; því það væri að "kóa" með auglýsingabanninu og það væri annarleg sjálfsritskoðun — og ég er ekki að saka þig um að halda því fram að við ættum að veigra okkur við að miðla staðreyndum, ég vænti þess þvert á móti að allir hér séu sammála um að við gerum það ekki; m.ö.o. er ég að benda á öfgarnar þarna eins og til að segja „Við erum nú alla vega öll sammála um að þetta væri fráleitt, ekki satt?!“. Þú segir að það megi „hins vegar benda að það getur varla verið mjög ofarlega sem markmið greina á Wikipedia að auglýsa vörur“ en hver var að segja að það ætti að vera markmið okkar? Þetta getur ekki verið meint sem svar til mín, er það? Því ég var ekki að segja að við ættum að auglýsa vörur. Ég er bara ekki sammála þér um að þetta teljist vera auglýsing. Að lokum er kannski þess virði að benda á það líka að það er ekki bannað að auglýsa bjór hér í Bandaríkjunum, svo að jafnvel þótt þetta væri auglýsing (og þar með bryti gegn viðmiðum Wikipediu), þá væri þetta samt ekki lögbrot enda löglegt að auglýsa bjór hér í landi. --Cessator 23. mars 2010 kl. 02:57 (UTC)
- Svo vil ég mótmæla að það sé einhver ritskoðun að gagnrýna efnistök í greinum og styðja með rökum og umræðu að framleiðendum vöru sé gert óeðlilega hátt undir höfði. Það að benda á að verið sé að storka íslensku samfélagi og þeim lögum sem þar gilda með þessari framsetningu á forsíðu wikipedia og það virki eins og bjórauglýsing má auðvitað kalla að "kóa með auglýsingabanninu" eins og Cessator kýs að orða það en á það má hins vegar benda að það getur varla verið mjög ofarlega sem markmið greina á Wikipedia að auglýsa vörur, hvað þá vörur sem landslög banna að séu auglýstar.--Salvör Gissurardóttir 23. mars 2010 kl. 00:22 (UTC)
- Ég sé ekkert að því að minnast á framleiðendur eða að hafa mynd af íslenskri bjórtegund í grein um íslenska bjóra. Það væri betra að mínu mati að skipta forsíðumyndinni út fyrir mynd eins og á greininni um bjór í Japan sem sýnir margar mismunandi tegundir. Það þarf bara að skreppa út í Ríkið með myndavél ef svona mynd er ekki til nú þegar. --バルドゥル 23. mars 2010 kl. 08:44 (UTC)
Wikimania Scholarships
The call for applications for Wikimania Scholarships to attend Wikimania 2010 in Gdansk, Poland (July 9-11) is now open. The Wikimedia Foundation offers Scholarships to pay for selected individuals' round trip travel, accommodations, and registration at the conference. To apply, visit the Wikimania 2010 scholarships information page, click the secure link available there, and fill out the form to apply. For additional information, please visit the Scholarships information and FAQ pages:
Yours very truly,
Cary Bass
Volunteer Coordinator
Wikimedia Foundation
- Ég er búinn að sækja um ;) Nota svo kannski tækifærið og bæti greinina um Gdansk. --Jabbi 26. mars 2010 kl. 09:30 (UTC)
Í/á Englandi/Bretlandi
Ég er smá ráðvilltur um hvaða forsetningu maður eigi að nota fyrir England/Bretland. Ég hélt að það væri svona:
- Á Bretlandi – af því Bretland er eyja, þess vegna notar maður á (eins og á Bretlandseyjum)
- Í Englandi – af því England er landshluti eins og Frakkland er hluti af Evrópu
Ég hef samt séð bæðar notkunar. Er þetta bara spurning um hvort manni líkar best við? Maxí 26. mars 2010 kl. 16:16 (UTC)
- Tja, í grófum dráttum er þetta rétt eins og þú setur það upp en málið er þó flóknara. Til dæmis er venja að nota „í“ fyrir litlar eyjar (sbr. „í Viðey“) og „á“ fyrir hvers kyns skaga og tanga (sbr. „á Flórída“ eða jafnvel „á Ítalíu“) og til að flækja málið enn frekar getur það verið landsvæðabundið hvort maður notar „á“ eða „í“ t.d. „á Hólum“ eða „í Hólum“ (bara dæmi sem ég bjó til en svona dæmi þekkjast). Var það kannski ég sem var að breyta einhverju hjá þér? Breyttu því bara aftur :) --Cessator 26. mars 2010 kl. 16:48 (UTC)
- Í Chester breytti einhver „á“ í „í“, en „í“ var notað í gegnum greinina. Ég veit að það eru ekki einfaldar reglur á forsetningar í íslensku, samt fannst mér þetta skrýtið. Maxí 26. mars 2010 kl. 17:11 (UTC)
Grein mánaðar og mynd dagsins
Smellti inn Popper þar sem engin önnur tillaga lá fyrir. Setti inn 14 fyrstu myndirnar af COMMONS í sniðið okkar Snið:Mynd dagsins/apríl 2010 en engan texta, fínt ef aðrir geta hjálpað til og sett inn restina af myndunum af þessari síðu á commons sem og texta. --Stalfur 1. apríl 2010 kl. 02:03 (UTC)
- Glæsilegt! :) Gott að sjá að einhverjir standa vaktina... --Akigka 1. apríl 2010 kl. 13:37 (UTC)
Icesave referendum move request
http://en.wikipedia.org/wiki/Talk:Icelandic_debt_repayment_referendum,_2010
Það er umræða í gangi þarna, bið þá sem hafa áhuga á málinu að láta í sér heyra.--Icelandic Viking POWER 4. apríl 2010 kl. 21:20 (UTC)
- Sum hlutlaus upplýsingar og hugmyndir frá íslenska venjulegur notendur myndi hjálpa. Núverandi ástand, umfjöllun skiptist í andstæðar hópa. Einn (status quo) vill rangt svar, önnur ekki skilja en.wiki viðmiðunarreglum. (Ég er admin á en.wiki og ég vil sjá þetta mál leyst á sanngjarnan og réttan hátt.) Orderinchaos 5. apríl 2010 kl. 07:35 (UTC)
Hvaða rugl er þetta ?
Halló, ég uppfærði síðu um íþróttafélagið Leikni sem ég bjó upphaflega til fyrir mörgum árum síðan. Var að reyna að setja þar einn rétta mynd af varabúningnum sem ég uploadaði á commons. Allavega þá kem ég inn aftur í dag (breytti þessu í gær) til að reyna að laga þetta og þá eru bara einhver skilaboð um skemmdarverk og ég get engu breytt. Er þetta einhver heiladauður bott sem flaggar þetta eða ?
Ekki nóg með þetta þá rann einhverntímann út hjá mér aðgangurinn og það tók hátt í ár að fá hann aftur (fékk hann í gær allt í einu í pósti) --Arnar
- Sæll Arnar. Hvar voru þessi skilaboð um skemmdarverk? Ef þú varst óinnskráður getur verið að einhver á þinni IP tölu (sem er oft eins innan einstaka skóla og fyrirtækja) hafi verið þar að verki en þú séð skilaboðin.
- Skil ég það rétt að það tók hátt í ár að fá lykilorðið þitt endurstillt í gegnum póst? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. apríl 2010 kl. 23:47 (UTC)
Nýsköpunarsjóður námsmanna og íslenska wikipedia
Það gæti verið áhugavert að sækja um wikipedia verkefni í Nýsköpunarsjóð námsmanna t.d. að vinna að wikipedia greinum um ákveðið efni t.d. í samvinnu við fagstofnanir. Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 14. apríl kl. 16.
Ég hef áhuga á að sækja um slíkt verkefni sem umsjónarmaður og vil athuga hvort ekki er einhver ykkar sem skrifið greinar á wikipedia sem hefur áhuga á að taka þátt í slíku verkefni. Endilega skrifið mér á salvor at hi.is ef þið hafið áhuga eða vitið af einhverjum. Það verða að vera háskólanemar. Læt fylgja hér með auglýsingu frá sjóðnum.--Salvör Gissurardóttir 13. apríl 2010 kl. 11:30 (UTC)
Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir nýsköpunar- og rannsóknarverkefni sem unnin eru af nemendum á grunn- og meistarastigi yfir sumartímann. Nemendur þurfa að hafa umsjónarmann eða leiðbeinanda og bæði umsjónarmenn og nemendur geta sótt um í sjóðinn. Ekki er t.d. nauðsynlegt að umsjónarmaður, sem sækir um fyrir tiltekin fjölda nemenda, gefi upp nöfn þeirra í umsókninni. Styrkurinn nemur 140.000 krónum á mánuði fyrir hvern nemanda í allt að þrjá mánuði. Við mat á umsóknum lítur sjóðurinn sérstaklega til eftirfarandi þátta: 1. Mun verkefnið leiða til nýsköpunar (þekkingar og/eða tækni). 2. Hverjir eru möguleikar á hagnýtingu þess? 3. Mun það stuðla að samstarfi háskóla, stofnana og fyrirtækja? 4. Gefur það möguleika á sjálfstæðu framlagi nemanda? Ég vil hvetja háskólafólk til að nýta sér þau tækifæri sem felast í nýsköpunar- og rannsóknarsamstarfi við nemendur. Nemendur fá t.d. aukna færni og betri skilning á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Að sama skapi hefur reynslan sýnt að framlag nemenda til rannsókna og þróunar hugmynda er oft mikilsvert. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarsjóð námsmanna er að finna á heimasíðu Rannís: http://www.rannis.is/sjodir/nyskopunarsjodur-namsmanna/ og jafnframt má leita til Guðnýjar Hallgrímsdóttur; s. 515-5818 (gudny@rannis.is) eða Stefaníu Óskarsdóttur (stefosk@hi.is).
- Ég sendi þér póst, þetta er virkilega góð hugmynd. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13. apríl 2010 kl. 19:10 (UTC)
Umsóknin fór inn en ég fékk höfnun frá Nýsköpunarsjóði. En ég sendi sams konar hugmynd inn í pakka um sumarstörf, ríkisfyrirtæki eins og HÍ voru beðin um að koma með hugmyndir. Ég held að það sé þetta http://www.ruv.is/frett/kynna-800-ny-storf-i-dag Kynna 800 ný störf í dag. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að sækja um alls staðar og vekja athygli á hve mikilvægt verkefni það er að efla íslensku wikipedia. Ég veit að það er hrikalegt ástand meðal háskólanema varðandi sumarstörf og verkefni tengd uppbyggingu þekkingarkerfa eins og wikipedia eru þess eðlis að það er enginn stofnkostnaður. Það skýrist væntanlega í dag hvort þetta verkefni hefur komið til greina. Ég bind ekki allt og miklar vonir við það, það eru fordómar gagnvart þekkingarkerfum sem eru ekki sett upp af einstökum stofnunum og undiryfirráðum sérfræðinga þar og fáir nema þeir sem taka þátt í að skrifa greinar átta sig á hvernig wikipedia virkar. --Salvör Gissurardóttir 7. maí 2010 kl. 10:35 (UTC)
Sé að þetta verkefni er auglýst og tími til að sækja um starf er til miðnættis í dag. Auglýsing hérna Verkefnið heitir Samvinnuskrif í íslenskri útgáfu alfræðiritsins Wikipedia --89.160.135.40 19. maí 2010 kl. 10:18 (UTC)
- Ég hvet alla sem hafa áhuga á að sækja um. --Jabbi 19. maí 2010 kl. 11:37 (UTC)
Umræða um "Sexual content" á Commons
Það er nokkuð áhugaverð umræða í gangi hér. Í stuttu máli annað tilfelli af Jimbo Wales að reyna setja stefnu verkefnisins einhliða. Atkvæðagreiðsla hér á meta um hvað fólki finnst um slíkar aðgerðir.
Datt í hug að minnast á það. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. maí 2010 kl. 23:51 (UTC)
Endurskoðun höfundalaga
Hjá menntamálaráðuneytinu er verið að endurskoða íslensku höfundalögin aðallega til þess að laga stöðu myndrétthafa og þóknast ESB. Drög að frumvarpi liggja fyrir. Heildarfrumvarp til nýrra höfundalaga á vera tilbúið á vormánuðum 2012. Wikipedia, og þá sér í lagi Commons, hefur ríka hagsmuni að gæta hér (sjá blogg Salvarar). Ég á eftir að skoða þetta betur þegar ég hef tíma. En ég tel fullljóst að hér ætti að fara fram umræða um þetta. Kv, --Jabbi 11. maí 2010 kl. 16:05 (UTC)
Snið gölluð í beta útliti
Snið:Úrvalsgrein og Snið:Gæðagrein eru gölluð í nýja beta útlitinu. Einhver sem kann að lagfæra það? --Bjarki 13. maí 2010 kl. 13:59 (UTC)
- Sennilega þarf að bæta
/* For positioning icons at top-right, used in Templates "Spoken Article" and "Featured Article" */ div.topicon { position: absolute; top: -3em; margin-right: -10px; display: block !important; }
- inn í Melding:Vector.css eins og er gert á en:. — Jóna Þórunn 14. maí 2010 kl. 18:30 (UTC)
- Viltu ekki prófa að gera það? --Jabbi 14. maí 2010 kl. 19:03 (UTC)
- Minnir að það taki mánuð fyrir css-ið að uppfærast. Eru fleiri snið á vitlausum stað? — Jóna Þórunn 14. maí 2010 kl. 22:05 (UTC)
- Viltu ekki prófa að gera það? --Jabbi 14. maí 2010 kl. 19:03 (UTC)
Vinstri dálkurinn
Ég sé að enska wp er komin með laglega fellilista í vinstri dálkinn. Hvað þurfum við að gera til að útfæra þannig hér? --Akigka 14. maí 2010 kl. 11:10 (UTC)
- Þarf ekki bara að grátbiðja á Bugzilla? :p — Jóna Þórunn 14. maí 2010 kl. 18:36 (UTC)
Bönnun vélmenna
Sjá Wikipediaspjall:Vélmenni --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20. maí 2010 kl. 15:50 (UTC)
- Heyr heyr! Ég legg til að við veitum Ævari mjög víðtækar heimildir til að skrúfa niður vélmennaþvargið. Þetta er algjör plága í breytingaskrám. Skoðið til dæmis greinina nafnskipti. Hversu margir ætli tali bæði íslensku og farsí og finnist eðlilegt að skoða fyrst íslensku greinina og svo þá persnesku um þetta málefni? Ætli tapist mikið við að sá hlekkur sé keyrður inn einhverjum mánuðum eða árum seinna en hægt væri. Og þá eru ótalin vélmenni sem eru eitthvað að krukka í hlutum eins og því hvernig fyrirsagnir eru kóðaðar. Það skiptir engu máli hvort stendur ==Heimildir== eða == Heimildir == og alveg til óþurftar að vélmenni séu eitthvað að hræra í því til eða frá.[6]
- Ég legg til að bæði Xqbot og TXiKiBoT verði bannaðir þegar í fyrstu lotu. Til að ná vélmennabreytingum niður fyrir 10% mun síðan þurfa að grípa til enn víðtækari banna. Haukur 22. maí 2010 kl. 00:01 (UTC)
- Jamm, þessir tenglar sem er verið að bæta við eru orðnir alger óþarfi. Mest af vélmennatraffíkinni virðist vera að bæta við tenglum héðan á tungumál sem örruglega færri en fimm íslenskumælendur tala, og öfugt.
- Það var ágætis skipulag að gera þetta eins og ég gerði með Sauðkindina á sínum tíma. Hún keyrði reglulega á nýlegar greinar, og ekki á allar greinar nema nokkrum sinnum á ári.
- Ég vil helst ekki fara reka vélmenni sjálfur aftur (nenni því ekki), en að vera með eitt eða fleiri vélmenni sem útfæra saman svipaða hegðun og þetta finnst mér ágætis markmið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. maí 2010 kl. 11:35 (UTC)
- Ég bað TXiKi, Lucas og Xqt að hætta. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. maí 2010 kl. 11:45 (UTC)
- Það er fínt að ná traffíkinni niður - en ætlið þið í alvöru að fara að velja úr hvaða iw-tenglar eru "gagnlegir" og hverjir ekki? --Akigka 22. maí 2010 kl. 12:54 (UTC)
- Nei alls ekki. Allir þessir tenglar munu koma inn á endanum. Það er bara verra að hafa mjög mikið af breytingum (70% af öllum áður en ég fór að taka til) eins og þessar. Það er betra að hafa færri en stærri breytingar eins og þessar. Það væri bara betra að hafa ekki breytingarskrár eins og þessa sem er undirlögð af vélmennabreytingum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. maí 2010 kl. 13:04 (UTC)
- Já, sammála því, svo breytingaskrárnar verði nothæfari. --Akigka 22. maí 2010 kl. 13:09 (UTC)
- Nei alls ekki. Allir þessir tenglar munu koma inn á endanum. Það er bara verra að hafa mjög mikið af breytingum (70% af öllum áður en ég fór að taka til) eins og þessar. Það er betra að hafa færri en stærri breytingar eins og þessar. Það væri bara betra að hafa ekki breytingarskrár eins og þessa sem er undirlögð af vélmennabreytingum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. maí 2010 kl. 13:04 (UTC)
- Það er fínt að ná traffíkinni niður - en ætlið þið í alvöru að fara að velja úr hvaða iw-tenglar eru "gagnlegir" og hverjir ekki? --Akigka 22. maí 2010 kl. 12:54 (UTC)
- Ég bað TXiKi, Lucas og Xqt að hætta. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. maí 2010 kl. 11:45 (UTC)
Það er frekari umræða á þýsku spjallsíðunni hjá Xqt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. maí 2010 kl. 16:25 (UTC)
- Þessi viðbrögð eru dæmigerð fyrir bottameistara og forritara af ákveðnum skóla. "Er tæknilausnin mín með of mikil læti? Það sem þið þurfið er greinilega ennþá flóknari tæknilausn ofan á gömlu tæknilausnina til að fela lætin! Og ég ætla ekki að gera hana." Ég hef ekkert á móti gagnlegum bottum, ég hef meira að segja sjálfur keyrt botta. En það sem þessir iw-bottar vilja gera er algjört overkill. Haukur 27. maí 2010 kl. 21:40 (UTC)
- Jæja, reifst aðeins á þessum þræði. Haukur 27. maí 2010 kl. 22:00 (UTC)
- Þá er búið að hóta okkur að allir interwiki-hlekkir sem tengjast yfir á íslensku Wikipediu verði fjarlægðir ef við stöndum ekki og sitjum nákvæmlega eins og einhverjum bottaköllum hentar. En þetta er innantóm hótun, wiki-samfélagið mundi aldrei styðja slíkt. Haukur 28. maí 2010 kl. 22:04 (UTC)
- Það er auðvitað fjarstæðukennd hótun. --バルドゥル 28. maí 2010 kl. 23:24 (UTC)
Ég er nú reyndar ekki sannfærður um þörfina á því að banna þessa botta. Langlokur í breytingaskránum trufla mig ekki mikið. Hins vegar þykja mér interwiki tenglarnir afar gagnlegir. Maður þarf ekki að skilja tungumálið til að hafa gagn af því að skoða hvernig aðrir setja upp sínar greinar, hvaða heimildir eru notaðar, myndefni og slíkt. Annars ætti ég kannski ekki að skipta mér af - hef ekki verið mjög virkur upp á síðkastið og sé ekki fram á að hafa tíma til stórræðna á næstunni. --Oddur Vilhelmsson 29. maí 2010 kl. 06:25 (UTC)
- Interwiki-hlekkir eru gagnlegir en minna má nú gagn gera. Á Oxford-greininni var t.d. mýgrútur af þeim þegar 2007, þegar breytingaskráin var enn læsileg. Við erum síðan öll sammála um að vilja uppfærslur, punkturinn er bara að fá þær í stærri bitum. Síðustu 26 breytingar á Oxford-greininni eru eftir botta, þessar breytingar hefðu mátt vera færri og stærri í einu.
- Annars hef ég svo sem ekki gert neitt hérna undanfarið og ætla ekki að fara að frekjast ef fólk reynist vera á annarri skoðun. Haukur 29. maí 2010 kl. 08:49 (UTC)
The Hebrew University of Jerusalem
The weekly printed magazine of the Student Union of the Hebrew University of Jerusalem ran a little quiz recently. One of the questions was:
- In Wikipedia in which language there is no article about the Hebrew University of Jerusalem?
Guess what, the correct answer is "Icelandic".
So, please, could anyone here write an article about Israel oldest and largest university?
Thanks in advance. --Amir E. Aharoni 22. maí 2010 kl. 22:45 (UTC)
A "scandinavian-language article of the week"?
Hello all, I am new to is.wikipedia and to the fair íslenska language, so please forgive me for posting in English...
So I was looking at no.wikipedia's main page, and I noticed they had this "scandinavian-language article of the week" (dagens skandinaviske artikkel). This seems like a very good idea especially for "smaller" wikis. Why wouldn't we do the same?
Thanks and all the best, --Alþykkr 29. maí 2010 kl. 15:09 (UTC)
- Mostly because Icelandic isn't a Scandinavian language. You don't get an automatic reading comprehension of the Scandinavian languages by virtue of knowing Icelandic. Unlike native Danish, Norwegian and Swedish speakers. Native Icelandic speakers can at best slowly plow through Scandinavian. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. maí 2010 kl. 15:51 (UTC)