Lega Nord
Lega Nord, stundum þýtt á íslensku sem Norðurbandalagið eða Norður Ítalski Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnmálaflokkur á Ítalíu sem stofnaður var 1991 með sameiningu ýmissa smáflokka. Upphaflegur leiðtogi flokksins var Umberto Bossi en Matteo Salvini bauð sig fram gegn honum og hlaut kosningu í desember 2014.
Fullt nafn flokksins á frummálinu er 'Lega Nord per l'Indipendenza della Padania'.
Fylgi flokksins hefur verið kringum 15 % á landsvísu sem gerir hann nokkuð stærri en Forza Italia og þar með stærsta hægri flokkinn á Ítalíu. Fylgi hans er þó mun meira á norður Ítalíu þar sem það fer yfir 50 % á stórum svæðum sérstaklega norð-austast.
Um þessar mundir einkennist stjórnmálafylgi á Ítalíu af "þrípólarisma" þar sem sósialdemókratar, grín-flokkur Beppe Grillo og Bandalag hægri flokka mynda hver um sig framboð í kringum 30 %. Hinum eftirstandandi 10 prósentum er síðan deilt milli tveggja smáflokka á hægri og vinstri vængnum.