Fara í innihald

„Sumarólympíuleikarnir 1908“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
VolkovBot (spjall | framlög)
Lína 49: Lína 49:
[[lt:1908 m. vasaros olimpinės žaidynės]]
[[lt:1908 m. vasaros olimpinės žaidynės]]
[[mhr:Кеҥеж Олимпий модмаш - Лондон 1908]]
[[mhr:Кеҥеж Олимпий модмаш - Лондон 1908]]
[[mk:Летни олимписки игри - 1908]]
[[mk:Летни олимписки игри 1908]]
[[mn:Лондоны олимп (1908 он)]]
[[mn:Лондоны олимп (1908 он)]]
[[mr:१९०८ उन्हाळी ऑलिंपिक]]
[[mr:१९०८ उन्हाळी ऑलिंपिक]]

Útgáfa síðunnar 8. febrúar 2010 kl. 08:13

Frægasta atvik leikanna varð þegar Dorando Pietri var hjálpað yfir marklínuna í maraþonhlaupinu.

Sumarólympíuleikarnir 1908 voru haldnir í London 27. apríl til 31. október 1908. Upphaflega stóð til að halda leikana í Róm en eldgos í Vesúvíusi sem olli miklu tjóni í Napólí varð til þess að staðnum var breytt. Sérstakur leikvangur, White City Stadium sem tók 68.000 manns í sæti, var reistur fyrir leikana.

Skráning þátttakenda var einungis leyfð í gegnum ólympíunefndir þátttökulandanna eins og verið hafði á leikunum 1906. 22 ólympíunefndir tóku þátt og liðin gengu flest inn á leikvanginn með þjóðfána. Finnar hefðu átt að ganga undir fána Rússlands þar sem Finnland var þá hluti af Rússneska keisaradæminu en þeir neituðu heldur að taka þátt í opnunarathöfninni. Hið sama gerðu Svíar þar sem gleymst hafði að setja sænska fánann upp við leikvanginn. Einn Íslendingur keppti á leikunum með liði Danmerkur, Jóhannes Jósefsson sem keppti í grísk-rómverskri glímu. Jóhannes komst í undanúrslit en þar mætti hann Svíanum Mauritz Andersson sem hafði betur. Handleggur Jóhannesar brotnaði í undanúrslitaglímunni og sökum þess gat Jóhannes ekki glímt um bronzið. Jóhannes endaði því í 4. sæti.

Keppt var í 22 greinum: bogfimi, dýfingum, fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, hjólreiðum, hnefaleikum, hokkíi, lófaleik, kappróðri, knattspyrnu, lacrosse, listhlaupi, póló, rackets, reiptogi, ruðningi, siglingum, skotfimi, skylmingum, sundi, sundknattleik, tennis og kappsiglingu á vélbátum.

Snið:Link FA Snið:Link FA