Fara í innihald

„Nálastungur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Bæti við: mr:ॲक्युपंक्चर
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 58 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q121713
Lína 28: Lína 28:


[[Flokkur:Læknisfræði]] [[Flokkur:Kínversk menning]]
[[Flokkur:Læknisfræði]] [[Flokkur:Kínversk menning]]

[[af:Akupunktuur]]
[[ar:وخز إبري]]
[[bg:Акупунктура]]
[[bn:আকুপাংচার]]
[[bs:Akupunktura]]
[[ca:Acupuntura]]
[[cs:Akupunktura]]
[[cy:Aciwbigo]]
[[da:Akupunktur]]
[[de:Akupunktur]]
[[el:Βελονισμός]]
[[en:Acupuncture]]
[[eo:Akupunkturo]]
[[es:Acupuntura]]
[[et:Akupunktuur]]
[[fa:طب سوزنی]]
[[fi:Akupunktio]]
[[fo:Akupunktur]]
[[fr:Acupuncture]]
[[gl:Acupuntura]]
[[he:דיקור סיני]]
[[hi:एक्यूपंक्चर]]
[[hr:Akupunktura]]
[[hu:Akupunktúra]]
[[id:Akupunktur]]
[[it:Agopuntura]]
[[ja:鍼]]
[[kk:Акупунктура]]
[[kn:ಸೂಜಿ ಚಿಕಿತ್ಸೆ]]
[[ko:침술]]
[[ku:Akupunktur]]
[[ky:Ийне менен дарылоо]]
[[lt:Akupunktūra]]
[[mk:Акупунктура]]
[[ml:അക്യുപങ്ചർ]]
[[mr:ॲक्युपंक्चर]]
[[ms:Akupunktur]]
[[nl:Acupunctuur]]
[[no:Akupunktur]]
[[pl:Akupunktura]]
[[ps:د ستنې طب]]
[[pt:Acupuntura]]
[[ro:Acupunctură]]
[[ru:Акупунктура]]
[[sh:Akupunktura]]
[[simple:Acupuncture]]
[[sk:Akupunktúra]]
[[sl:Akupunktura]]
[[sr:Акупунктура]]
[[sv:Akupunktur]]
[[ta:குத்தூசி மருத்துவம்]]
[[te:ఆక్యుపంక్చర్]]
[[th:การฝังเข็ม]]
[[tl:Akupungktura]]
[[tr:Akupunktur]]
[[uk:Акупунктура]]
[[vi:Châm cứu]]
[[zh:针灸]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 04:50

Myndin sýnir nálastungupunkta í hendi

Nálastungulækningar er aðferð þar sem dauðhreinsuðum nálum er stungið í ákveðna punkta á húðinni. Aðferðin er aldagömul kínversk læknisfræði, sem hefur verið notuð þarlendis í 2.500 ár. Nálastungur virkja nokkra hluta heilans, sem skilar sér í minni sársauka, og sú fullyrðing hefur verið staðfest með vestrænum rannsóknum.[1] Stungurnar eru einn af burðarásunum í kínverskri læknisfræði og byggir á "Qi" eða lífsorku.[2]

Hugtakið Qi, eða lífsorka, í tengslum við mannslíkamann er fleira en eitt fyrirbæri. Qi á við brennslu líkamans, heimspekilega hugtakið lífshyggju, blóð, líkamsvessa og tengslin þeirra á milli. [3] Þessi lífsorka flæðir meðfram orkubrautum, sem eru 22 talsins. Lífsorkan getur verið kvenleg Yin, sem tengist tilfinningum eða karlorku Yang, sem tengist rökhugsun. Yin tengist lungum, milta, hjarta, nýrum, gollurshúsi og lifur, á meðan Yang tengist ristli, maga, smákitli, blöðru, innkirtlum og gallblöðru. Meðfram rásum Yin og Yang eru punktar, sem eru notaðir í nálastungum.[4] Meðferð nálastungulækninga felur í sér að setja nálar í þessa ákveðnu punkta líkamans til þess að draga úr sársauka eða sem meðferðarúrræði fyrir sál og líkama.[5]


Saga

Frumkvöðullinn að nálastungum er kínverjinn Huang Di, sem er jafnframt þekktur undir nafninu Guli keisarinn. Hann var uppi 2.000 árum fyrir Krist. Á þeim tíma, voru nálarnar gerðar úr steini og voru 8.3 cm langar. Slíkir steinar fungust í Rizhao sveitinni, í fylkinu Shandong, í Kína. Samhliða framþróun mannsins að gera verkfæri úr öðrum efnum, eins og á Bronsöld voru nálarnar gerðar úr öðrum efnum. Á þriðju öld fyrir krist, var skrifuð bókin The medical classic of the yellow emperor, sem fannst í grafreit Han ættarinnar í Manwangdui í Kína, á árinu 1973. Í bókinni er talað um kenningar um Ying-yang, Qi, blóð, líkamsvessa og alla þá grunnþætti sem er að finna í kínverskri læknisfræði. Bókin er jafnframt kenningargrundvöllur kínverskrar læknisfræði og þar á meðal nálastungna.

Nokkrum öldum síðar, á sjöundu öld, urðu til deildir innan hinnar keisaralegu læknisfræðilegu skrifstofu, þar sem ein af þeim var deild nálastungna með 32 starfsmenn og 20 nemendur. Nálastungur fóru svo í útrás til Japans, árið 702, en þá hafði nálastungur þegar farið í útrás til Kóreu árið 541. Þremur öldum síðar, á 10 öld, hjálpaði prentverkið með útbreiðslu nálastungna og settu fram einn staðal að því hvar nálastungu punktarnir á líkamanum væru. Ákveðin vandamál fylgdu, á 13 öld, og margar bókanna urðu endurskrifaðar.

Nálastungur féllu síðar í ónáð árin 1644-1840 og grasalækningar voru teknar fyrir. Á þessum árum var Ópíum stríðið í Kína, á móti Bretlandi og Írlandi. Í kjölfarið var mikil þörf á læknishjálp, og með umfangsmikli bókaútgáfu náði nálastungumeðferðir traustinu aftur. Tang Shicheng byrjaði byltinguna á notkun rafmagns nálastungu aðferðum, árið 1934. Í kjölfarið var nálastungur kynntar fyrir vesturþjóðum, með stuðningi ríkistjórnar Kína. Kínverska stjórnin hjálpaði Sovíetríkjunum og evrópskum löndum að kenna nálastungulækningar, árið 1950. 25 árum síðar, árið 1975 urðu til alþjóðleg nálastungunámskeið sett upp í Beijing, Shanghai og Nanjing, eftir kröfu þess efnis frá World Health Organization.[6]

Sagan í Evrópu

Nálastungur komu fyrst til Evrópu um miðja sautjándu öld. Tveimur öldum síðar voru þær kenndar við háskólasjúkrahús í París. Á sömu öld, árið 1982 urðu nálastungulækningar heimilaðar í Svíþjóð. Mikið hefur þó verið um mistök, á frumárum nálastungna í evrópu og heilbrigðisyfirvöld hafa því mælt með að nálastungur séu eingöngu framkvæmdar af læknum og tannlæknum með sérþekkingu á þessu sviði. [7] Innan evrópu, og jafnframt Bandaríkjanna er þó litið á nálastungur sem óhefðbundnar lækningar.[8]

Vísindalegar rannsóknir á nálastungulækningum

Í bandaríkjunum var gerð rannsókn á rottum, þar sem nálastungur voru notaðar rétt neðan við hné þeirra. Rotturnar losuðu um sín líkamlegu verkjalyf, sem kallast Adenosine. Við þessa breytingu þoldu rotturnar meiri sársauka.[9] Hinum megin við atlantshafið, í Þýskalandi, komust vísindamenn að því, að nálastungur í baki, sama hvort þær séu gerðar rétt eða ekki, séu besti kosturinn gegn bakveiki.[10]

Til eru þó aðstæður þar sem nálastungur virka ekki. Vestræn lyf gegn ofneyslu vímuefna hafa hamlandi áhrif á nálastungur, og þetta hefur verið staðfest með rannsóknum á lyfinu Naloxone.[1]

Rannsóknir hafa verið gerðar hvort nálastungur séu lyfleysa. Í rannsókn þar sem nál var stungið í gegnum gelpúða, en ekki inn í húðina höfðu þátttakendurnir þá skoðun að um alvöru nálastungu væri að ræða.[11] Hinsvegar, er það svo að þegar að notaðir eru heilaskannar kemur annað í ljós. Rannsókn háskólans í Oxford var gerð eins og hin fyrri, nema með heilaskanna í stað eyðublaðs. Rannsóknin sýndi að áhrif nálastungna væru meiri en blekkingin.[12]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Kristin Vander Ploega og Xiaobin Yi. „Acupuncture in Modern Society“ (pdf) (enska). bls. p. 31. Sótt 19. september 2010.
  2. „Nálastungur - Tegundir óhefðbundinna meðferða“. Líf með brjóstakrabameini. Sótt 19. september 2010.
  3. „What is Qi in chinese medicine“. acuhealing.com (enska). Sótt 27. september 2010.
  4. „Orkubrautir“. CranioSacral félag Íslands. Sótt 27. september 2010.
  5. „Acupuncture: An Introduction“ (enska). Sótt 22. mars 2010.
  6. „A brief history of Chinese acupuncture“. China.org.cn (enska). Sótt 27. september 2010.
  7. „Nálastungumeðferð hefur áhrif á fleira en sársauka“. Reykjalundur. Sótt 27. september 2010.
  8. „Acupuncture Courses – A Unique Alternative Treatment Modality“ (enska). Sótt 27. september 2010.
  9. „Acupuncture works by inducing body's own painkiller“. Ars Technica (enska). Sótt 19. september 2010.
  10. „Needles 'are best for back pain'. British Broadcasting Corporation (enska). Sótt 27. september 2010.
  11. „Introducing a placebo needle into acupuncture research“. U.S. National Library of Medicine (enska). Sótt 27. september 2010.
  12. „Acupuncture 'more than a placebo'. British Broadcasting Corporation (enska). Sótt 27. september 2010.