Undirheimar
by:
Nydonsk
Inn göngin skríður
ávalur smurður
blindur áfram berst
Í iðrum jarðar
aðstæður aðrar
Maðkur étur hold
Við umbreytumst öll í mold
Ormur grefur undirgöng
Undirheimaleiðin þröng
Mjakast minna upp á við
mokar yfir dagsljósið
Á dreggjum nærist
dagsljósið forðast
Neðanjarðarhreyfing verður til
Milli skilur örþunnt moldarþil
Afhjúpast við regnsins þunga byl