Fara í innihald

The Smiths

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkennisstafir hljómsveitarinnar.
Morrissey, Johnny Marr, Andy Rourke & Mike Joyce

The Smiths var hljómsveit frá Manchester, Englandi, sem starfaði á árunum 1982 til 1987. Aðallagasmiðir sveitarinnar voru söngvarinn Steven Patrick Morrissey og gítarleikarinn Johnny Marr. Það sem einkenndi tónlist Smiths voru þunglyndislegir textar Morrissey, grípandi lagalínur og þéttur gítarleikur Johnny Marr. Plötur sveitarinnar voru gefnar út af Rough Trade Records. Þeir náðu aldrei miklum vinsældum utan Bretlands á meðan þeir voru saman en hafa síðan náð nánast „költ status“ beggja vegna Atlantsála. Smiths teljast með svokallaðra Indie sveita og eru í dag taldir á meðal áhrifamestu hljómsveita 9. áratugarins. Eftir að the Smiths hættu hóf Morrissey sólóferil.

Trommari og bassaleikari sveitarinnar; Mike Joyce og Andy Rourke fóru í málaferli við Morrissey og Marr árið 1991. Fullyrtu að þeir hefðu einungis fengið 10% hver af tekjum sveitarinnar en vildu meiri skerf. Rourke náði sáttum en Joyce vann mál sitt árið 1996.[1] The Smiths hafa haft mikil áhrif á indie-rokk og bretapopp senurnar.

Árið 1985 stóð til að hljómsveitin kæmi til Íslands en hætt var við það.[2]

  • Morrissey - Söngur og hljómborð
  • Johnny Marr - Gítar
  • Andy Rourke - Bassi
  • Mike Joyce - Trommur

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Smiths 1984
  • Meat is Murder 1985
  • The Queen is Dead 1986
  • Strangeways Here We Come 1987

(Auk þess hafa ýmsar safnplötur komið út með the Smiths.)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. The Smiths Biography Allmusic. Skoðað 26. maí, 2016.
  2. The Smiths ekki til Íslands Morgunblaðið 11. september, 1985,