Tertíertímabilið
Útlit
Tertíertímabilið eða bara tertíer (=„þriðja tímabilið“) er jarðsögulegt tímabil sem kemur á milli krítartímabilsins og kvartertímabilsins. Tímabilið nær nokkurn veginn frá dauða risaeðlanna fyrir 65 milljónum ára að upphafi síðustu ísaldar fyrir um 2,6 milljónum ára. Ísland verður til á tertíertímabilinu fyrir um 20 milljónum ára.
Tertíertímabilið skiptist í:
- Paleósen (65 - 58 milljónir ára)
- Eósen (58 - 36 milljónir ára)
- Ólígósen (36 - 24 milljónir ára)
- Míósen (24 - 5,2 milljónir ára)
- Plíósen (5,2 - 2,6 milljónir ára)
Paleógentímabilið | ||
---|---|---|
Paleósentímabilið | Eósentímabilið | Ólígósentímabilið |
Daníum | Selandíum Thanetíum |
Ypresíum | Lútetíum Bartoníum | Priaboníum |
Rupelíum | Chattíum |
Neógentímabilið | |||
---|---|---|---|
Míósentímabilið | Plíósentímabilið | ||
Aquitaníum | Burdigalíum | Langhíum | Serravallíum | Tortoníum | Messiníum | Zancleum | Piacenzíum |