Tay
Útlit
Tay (skosk gelíska: Tatha) er lengsta á Skotlands og sjöunda lengsta á Bretlands. Uppspretta árinnar er í hlíðum Ben Lui (Beinn Laoigh) í Vestur-Skotlandi. Áin rennur svo austur í gegnum Skosku hálöndin, í gegnum vötnin Loch Dochart, Loch Iubhair og Loch Tay, og austur í gegnum Strathtay í miðju Skotlandi. Hún heldur áfram til suðausturs í gegnum borgina Perth þar sem hún verður að sjávarfallaá. Mynni árinnar er sunnan við borgina Dundee á austurströnd Skotlands.
Flæði Tay-ár er mest allra áa á Bretlandi. Söfnunarsvæði árinnar er um það bil 5.200 fermetrar. Alls er Tay-á 188 km að lengd.