Spjall:Býflugnabú
Útlit
Mér finnst að fyrirsögn þessarar fléttu eigi að vera Býkúpa. Hvað segið þið? --85.197.210.44 14. mars 2008 kl. 19:02 (UTC)
- Sammála því miðað við texta greinarinnar. Er ekki býflugnabú annað en býkúpa? Ég sé fyrir mér bónda reka býflugnabú til að framleiða hunang. --Cessator 14. mars 2008 kl. 19:12 (UTC)
- Er ekki býkúpa ákveðin tegund af býflugnabúi? Það eru líka til einhverjar aðrar tegundir og auk þess auðvitað býflugnabú villtra býflugna í holum trjábolum o.s.frv. Félag býflugnaræktenda notar líka 'býflugnabú' sýnist mér (sbr. [1]). --Akigka 14. mars 2008 kl. 19:19 (UTC)
- Þetta er dálítið á reiki. Hér er t.d. býkúpa notað líka um það sem þið viljið kalla býflugnabú: [2] og hérna í báðum merkingum einnig, býflugnabú: [3] og býflugnastokkar [4] --85.197.210.44 14. mars 2008 kl. 19:23 (UTC)
- Býstokkur er líka til: [5] og býlaupur (þó OH eigi enginn dæmi um það). --85.197.210.44 14. mars 2008 kl. 19:24 (UTC)
- Þetta er mjög athyglisvert. Ég hef alltaf hugsað um þessa klassísku strákúpla (sem á ensku heita skep) þegar talað er um býkúpur. Býstokkur er fullkomlega lógískt ef hugsað er um býflugnabú sem gerð eru úr trjábolum eins og á myndinni (frá Litháen). Á myndinni sést líka svona "fötubú" (en:Top-bar_hive) . --Akigka 14. mars 2008 kl. 19:28 (UTC)