Skipper Klement
Útlit
Skipper Klement var foringi í bændauppreisn í Danmörku. Þann 16. október 1534 sigraði bændaher Klemens jóskan her sem sendur var til að berja niður bændauppreisnina. Bardaginn var nálægt Álaborg norðan við Svenstrup. Í nokkra mánuði barðist bændaherinn í stórum hluta af Norður-Jótlandi. Johan Rantzau herforingi Kristjáns 3. þvingaði bændaherinn aftur til Álaborgar og réðist á borgina 18. desember 1534. Klement var tekinn til fanga og var hálshöggvinn og líkið brytjað niður þann 8. september 1536 og síðan stjaksett við Viborg Landsting.