Skæri
Skæri er tæki til að klippa með, t.d. pappír eða klæðisefni. Skærin samanstanda af tveimur örmum, sem nefnast kinnar, og eru yfirleitt úr málmi. Kinnarnar falla þannig hver að annarri að skörpu brúnirnar saxa hver að annarri þegar finguraugunum er japlað sundur og saman. Skæri eru notuð til að klippa alls konar efni, en einnig til að skerða hár og klippa til mat, en ýmis íslensk þjóðtrú mælir gegn því. Klippur eru svipaðar skærum en öllu stærri.
Til eru allavega skæri til ýmissa nota, t.d. barnaskæri með bitlausum kinnum úr plasti. Þau eru þá aðeins ætluð til að klippa pappír. Skæri sem notuð eru til að klippa hár eða fataefni eru öllu beittari. Stærstu skærin, nefnd klippur, eru notuð til að klippa málm eða limgerði (þ.e. garðklippur). Önnnur skæru er til dæmis: saumaskæri, sem eru með aðra kinnina beitta en hina bitlausa, naglaklippur, með stuttum bognum blöðum til að klippa tá- og fingurneglur. Annað dæmi um sérstök skæri eru takkaskæri, sem eru með aðra kinnina sagtennta og sem þá myndar bylgjaðan skurð þegar klippt er.
Talið er að skærin hafi verið fundin upp í Egyptalandi hinu forna 1500 f.Kr. Elstu þekktu skærin voru brúkuð í Mesópótamíu fyrir 3000 til 4000 árum síðan.