Fara í innihald

Seisakþeia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Seisakþeia (gríska: σεισάχθεια, af orðunum: seiein, að hrista, og akkþos, byrði, það er hrista af sér byrðarnar, byrðaléttir) voru lög sem aþenski löggjafinn Sólon grundvallaði til að rétta bændaánauð og þrældóm, sem hafði farið úr böndunum á 6. öld f.Kr., með skuldaafléttingu.

Þannig segir í lögunum:

Nú er fjöldi réttlausra skuldara svo fullur af reiði gagnvart ósnertanlegum sjálftökumönnum að landið rambar á barmi byltingar. Óheft frelsi hefur gert fámennum hópi manna kleift að ná undir sig ógrynni eigna í krafti aðstöðu sinnar og færni þannig að stórskaði hefur hlotist af. Það hefur sýnt sig að frelsi og jafnrétti eru keppinautar en ekki samherjar. Landsstjórnin er í höndum kuldalegra húsbænda og handgengnir dómarar úrskurða þeim í vil. Lánardrottnar fá ekki innheimtar skuldir sínar þannig að þeim þykir horfa til vandræða.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.