Sebúanó
Útlit
Sebúanó (Sinugboanon) er ástrónesískt tungumál talað af 20 milljónum á Filippseyjum. Það er skrifað með latneska stafrófinu. Tungumálið dregur nafn sitt af eyjunni Sebú.
Elsti texti á málinu sem varðveist hefur er hrafl frá Antóníó Pígafetta sem var á fyrstu hnattar-hringsiglingu Magellan.
Nafnorð hafa ekkert málfræðilegt kyn með hugsanlegri undantekningu við spænsk tökuorð. Lýsingarorð tölubeygjast ekki með einni mikilvægri undantekningu þar sem mæli-lýsingarorð mynda fleirtölu með innskeyttu géi. Sjá töflu.
Orð | Eintala | Fleirtala |
---|---|---|
stórt | dako | dagko |
nálægt | duol | dug-ol |
smátt | gamay | gagmay |
fjarlægt | layo | lagyo |
stutt | mubo | mugbo |
hávaxið | taas | tag-as |