Fara í innihald

Scratch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Scratch er forritunarmál hannað fyrir ung börn frá leikskólaaldri og upp úr. Það er hannað og viðhaldið af MIT og er ókeypis hugbúnaður og opinn með nokkrum takmörkunum.[1]

Verkefnið er að finna á scratch.mit.edu og þar er hægt er að sækja forritunarmálið með því að fylla út einfalt form. Þar er einnig hægt að skoða forrit sem notendur hafa búið til með hjálp Scratch og hlaða inn eigin verkefni. Verkefni sem þar eru geymd eru ívefanleg í heimasíður með hjálp smáforrita.

Scratch byggist á Logo, Smalltalk, HyperCard, StarLogo, AgentSheets, Etoys. Hægt er að nota það í Mac OS X og Windows stýrikerfum. Linux (Debian/Ubuntu) útgáfu má finna hjá Nathan Neff.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]