Fara í innihald

Ritstuldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ritstuldur er að setja fram texta eftir annan höfund á þann hátt að hann virðist vera manns eigið frumsamda verk. Ritstuldur er ekki glæpur en getur verið höfundaréttarbrot sem hægt er að sækja sem einkamál fyrir dómstólum. Í flestum löndum er litið á ritstuld sem alvarlegt brot gegn viðteknu siðferði og í siðareglum ýmissa stétta, til dæmis fræðimanna og blaðamanna, er ritstuldur fordæmdur og getur haft afleiðingar fyrir hinn brotlega.

Hvað telst ritstuldur og hvað lögmæt nýting hugmynda annarra getur oft verið óljóst. Höfundar hafa alla tíð nýtt verk annarra höfunda án þess að það teldist ritstuldur. Kröfur um vísun til heimilda eru háðar venju sem getur verið breytileg. Það sem telst ritstuldur innan fræðasamfélagsins þarf því ekki endilega að vera höfundaréttarbrot í lagalegum skilningi.

  • „Hvað er ritstuldur?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.