Qasigiannguit
68°49′N 51°35′V / 68.817°N 51.583°V Qasigiannguit (á dönsku Christianshåb) er byggðarlag á Vestur-Grænlandi við suðvesturströnd Diskó-flóa með um 1200 (2013) íbúum og er hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Til eru dæmi um að Qasigiannguit hafi verið nefnt Kristjánsvon á íslensku.
Sögubrot
[breyta | breyta frumkóða]Grænlenska nafnið þýðir litli flekkótti rostungurinn. Það var árið 1734 sem danski kaupmaðurinn Jacob Severin stofnaði verslunarstöð skammt sunnan við núverandi bæjarstæði og nefndi hana í höfuðið á Kristjáni VI Danakonungi. Severin hafði einkarétt á verslun við Grænlendinga fram til 1749. Árið 1739 kom til bardaga milli danskra og hollenskra kaupmanna við Qasigiannguit um verslunaryfirráð. Frá 1736 til 1740 starfaði trúboðinn Poul Egede í Christianshåb. Verslunarstaðurinn var fluttur á núverandi stað 1763 og má enn sjá rústir upphaflegu verslunarstöðvarinnar.
Atvinnulíf
[breyta | breyta frumkóða]Bæjarbúar vinna aðallega við fiskveiðar og fiskvinnslu. Það er einkum lúða og krabbar sem verkuð eru. Fyrir utan fiskinn er talsverð og vaxandi ferðamennska mikilvæg atvinnugrein.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsvæði Qasigiannguit Geymt 24 október 2007 í Wayback Machine
- Upplýsingar fyrir ferðamenn Geymt 8 desember 2006 í Wayback Machine
- Sögulegar myndir frá Qasigiannguit Geymt 14 október 2007 í Wayback Machine