Pierre Mignard
Útlit
Pierre Mignard (7. nóvember 1612 – 30. maí 1695) var franskur listmálari frá Troyes. Hann lærði hjá Jehan Boucher í Bourges og fékk vinnu á vinnustofu Simon Vouet í París. 1630 hélt hann til Ítalíu þar sem hann dvaldist næstu 22 árin. Hann varð síðan hirðmálari við frönsku hirðina í París þar sem hann varð leiðtogi andstöðunnar við frönsku listaakademíunnar sem var undir stjórn Charles Le Brun.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pierre Mignard.
Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.