Fara í innihald

Parþaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silfurdrakma slegin af Arsak 1.

Parþaveldið eða Arsakídaveldið var íranskt ríki sem stóð þar sem nú eru Írak og Íran frá 247 f.Kr. til 224 e.Kr. Stofnandi þess var Arsak 1. leiðtogi Parna-ættbálksins sem lagði Parþíu í norðausturhluta Írans undir sig. Parþía var þá satrapdæmi í Selevkídaríkinu. Míþrídates 1. af Parþíu (um 171–138 f.Kr.) stækkaði þetta ríki mikið þegar hann lagði Medíu og Mesópótamíu undir sig með sigrum á Selevkídum. Á hátindi sínum náði Parþaveldið frá nyrstu uppsprettum Efrat, þar sem nú er mið-austurhluti Tyrklands, að austurhéruðum Írans. Silkivegurinn lá um ríkið og það varð miðstöð verslunar. Parþaveldið veiktist vegna átaka við Rómaveldi og innri átaka á 2. öld. Íranskur landstjóri í Persis (nú Fars í Íran), Adrasjir 1., stofnandi Sassanídaveldisins, gerði uppreisn gegn Parþaveldinu og sigraði að lokum konung þess, Arabanes 5., í orrustunni við Hormozdgan árið 224.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.