Orrustan við Pydna
Útlit
Orrustan við Pydna var háð árið 168 f.Kr. og áttust við Rómverjar annars vegar og veldi Antígónída hins vegar. Rómverjar höfðu sigur og markar orrustan upphaf raunverulegra ítaka Rómverja á Grikklandi og endalok veldis Antígónída, makedónískra konunga sem röktu völd sín aftur til Alexanders mikla. Orrustan er einnig talin góð til samanburðar á makedónískri breiðfylkingu og rómverskum herdeildum (legiones) í hernaði. Margir telja að í orrustunni hafi verið sýnt fram á yfirburði hins rómverska hernaðarskipulags yfir makedónísku breiðfylkinguna en það er umdeilt.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Battle of Pydna“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. ágúst 2006.