Fara í innihald

Mary Simon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mary Simon
Mary Simon árið 2022.
Landstjóri Kanada
Núverandi
Tók við embætti
26. júlí 2021
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
Karl 3.
ForsætisráðherraJustin Trudeau
ForveriJulie Payette
Persónulegar upplýsingar
Fædd21. ágúst 1947 (1947-08-21) (77 ára)
Kangiqsualujjuaq, Québec, Kanada[1]
ÞjóðerniKanadísk
MakiWhit Fraser ​(g. 1994)[2]
Börn3

Mary Jeannie May Simon (Inúktitút: Ningiukudluk; f. 21. ágúst 1947)[3][2] er kanadískur fyrrum útvarpsmaður, embættismaður og ríkiserindreki sem er núverandi landstjóri Kanada.[4] Simon er fyrsti kanadíski frumbygginn sem gegnir landstjóraembættinu.[5]

Simon fæddist í Kangiqsualujjuaq í Nunavik í Québec. Hún vann í stuttan tíma sem framleiðandi og kynnir fyrir CBC North á áttunda áratugnum. Hún hóf síðar störf í þágu hins opinbera og varð meðlimur í framkvæmdastjórn Inúítasambands Norður-Québec. Simon tók þátt í að semja um Charlottetown-sáttmálann, sem var frumvarp að stjórnarskrárbreytingum sem var að endingu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Hún varð fyrsti sendiherra Kanada í málefnum norðurslóða frá 1994 til 2004 og lék lykilhlutverk í samningaviðræðum um stofnun Norðurskautsráðsins.[1] Hún var einnig sendiherra Kanada í Danmörku frá 1999 til 2002. Þann 6. júlí 2021 tilkynnti Justin Trudeau forsætisráðherra að Simon hefði verið útnefnd til að taka við af Julie Payette sem landstjóri Kanada.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Biography – Mary J. Simon“. Crown-Indigenous Relations and Northern Affairs Canada. Sótt 6. júlí 2021.
  2. 2,0 2,1 „Simon, Mary | Inuit Literatures ᐃᓄᐃᑦ ᐊᓪᓚᒍᓯᖏᑦ Littératures inuites“. inuit.uqam.ca. Sótt 2. júní 2021.
  3. 'Honoured, humbled and ready': Mary Simon's first speech as incoming Governor General“. CTV News. 6. júlí 2021.
  4. Catharine Tunney; John Paul Tasker (6. júlí 2021). „Inuk leader Mary Simon named Canada's 1st Indigenous governor general“. CBC. Sótt 9. júlí 2021.
  5. Ásgeir Tómasson (6. júlí 2021). „Fyrst frumbyggja í embætti landstjóra“. RÚV. Sótt 9. júlí 2021.
  6. „Prime Minister announces The Queen's approval of Canada's next Governor General“. Heimasíða forsætisráðherra Kanada. Sótt 8. júlí 2021.


Fyrirrennari:
Julie Payette
Landstjóri Kanada
(21. janúar 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti