Fara í innihald

Lindabjörk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lindabjörk
Blöð
Blöð
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betula
Tegund:
B. occidentalis

Tvínefni
Betula occidentalis
Hook.
Útbreiðsla Betula occidentalis
Útbreiðsla Betula occidentalis
Samheiti
  • B. fontinalis Sarg.

Lindabjörk (fræðiheiti: Betula occidentalis) er tegund af birkiætt ættuð frá vestur Norður Ameríku, í Kanada frá Yukon austur til vestur Ontario og suðureftir, og í Bandaríkjunum frá austur Washington austur til vestur Norður-Dakóta, og suður til austur Kaliforníu, norður Arizona og norður til New Mexico, og suðvestur Alaska. Hún er vanalega meðfram ám í fjalllendi.[1]

Börkur Betula occidentalis meðfram Columbíu-á, Colockum Wildlife Area, Chelan County, Washington

Þetta er lauffellandi runni eða tré að 10m hátt, vanalega með mörgum stofnum. Börkurinn er dökk-rauðbrúnn til svartleitur, sléttur en ekki flagnandi. Árssprotarnir eru sléttir eða þunnhærðir, og lyktarlausir ef nuddaðir. Blöðin eru stakstæð, egg- til tígul-laga, 1 - 7 sm löng og 1 - 4,5 sm breið, með tenntum jaðri og tvö til sex pör af æðum, stilk sem er 12,5 sm langur. Reklarnir eru 2 til 4 sm langir, karlreklarnir eru hangandi og kvenreklarnir uppréttir.[1][2][3]


Sumir ættflokkar indíána (Northwest Plateau Indian) notuðu lindabjörk til að meðhöndla bólur og sár.[4]

Henni hættir til að mynda nýjar greinar úr stofni sem veldur því að timbrið verður með mikið af smáum kvistum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Flora of North America: Betula occidentalis
  2. Plants of British Columbia: Betula occidentalis Geymt 6 desember 2017 í Wayback Machine
  3. Jepson Flora: Betula occidentalis
  4. Hunn, Eugene S. (1990). Nch'i-Wana, "The Big River": Mid-Columbia Indians and Their Land. University of Washington Press. bls. 352. ISBN 0-295-97119-3.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.