Lindabjörk
Lindabjörk | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula occidentalis Hook. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Betula occidentalis
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Lindabjörk (fræðiheiti: Betula occidentalis) er tegund af birkiætt ættuð frá vestur Norður Ameríku, í Kanada frá Yukon austur til vestur Ontario og suðureftir, og í Bandaríkjunum frá austur Washington austur til vestur Norður-Dakóta, og suður til austur Kaliforníu, norður Arizona og norður til New Mexico, og suðvestur Alaska. Hún er vanalega meðfram ám í fjalllendi.[1]
Þetta er lauffellandi runni eða tré að 10m hátt, vanalega með mörgum stofnum. Börkurinn er dökk-rauðbrúnn til svartleitur, sléttur en ekki flagnandi. Árssprotarnir eru sléttir eða þunnhærðir, og lyktarlausir ef nuddaðir. Blöðin eru stakstæð, egg- til tígul-laga, 1 - 7 sm löng og 1 - 4,5 sm breið, með tenntum jaðri og tvö til sex pör af æðum, stilk sem er 12,5 sm langur. Reklarnir eru 2 til 4 sm langir, karlreklarnir eru hangandi og kvenreklarnir uppréttir.[1][2][3]
Sumir ættflokkar indíána (Northwest Plateau Indian) notuðu lindabjörk til að meðhöndla bólur og sár.[4]
Henni hættir til að mynda nýjar greinar úr stofni sem veldur því að timbrið verður með mikið af smáum kvistum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Flora of North America: Betula occidentalis
- ↑ Plants of British Columbia: Betula occidentalis Geymt 6 desember 2017 í Wayback Machine
- ↑ Jepson Flora: Betula occidentalis
- ↑ Hunn, Eugene S. (1990). Nch'i-Wana, "The Big River": Mid-Columbia Indians and Their Land. University of Washington Press. bls. 352. ISBN 0-295-97119-3.
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Saliendra, NicanorZ.; Sperry, JohnS.; Comstock, JonathanP. (1995). „Influence of leaf water status on stomatal response to humidity, hydraulic conductance, and soil drought in Betula occidentalis“. Planta. 196 (2). doi:10.1007/BF00201396. ISSN 0032-0935.
- Sperry, J. S.; Pockman, W. T. (1993). „Limitation of transpiration by hydraulic conductance and xylem cavitation in Betula occidentalis“. Plant, Cell and Environment. 16 (3): 279–287. doi:10.1111/j.1365-3040.1993.tb00870.x. ISSN 0140-7791.
- Sperry, J. S.; Saliendra, N. Z. (1994). „Intra- and inter-plant variation in xylem cavitation in Betula occidentalis“. Plant, Cell and Environment. 17 (11): 1233–1241. doi:10.1111/j.1365-3040.1994.tb02021.x. ISSN 0140-7791.
- Sperry, John S (2000). „Hydraulic constraints on plant gas exchange“. Agricultural and Forest Meteorology. 104 (1): 13–23. doi:10.1016/S0168-1923(00)00144-1. ISSN 0168-1923.