Fara í innihald

Latneskar bókmenntir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Latneskar bókmenntir eru bókmenntir Rómverja skrifaðar á latínu. Tímabilum latneskra bókmennta er yfirleitt skipt í „gullaldarlatínu“ , eða Gullöld latneskra bókmennta, sem dekkar nokkurn veginn tímann frá upphafi fyrstu aldar f.Kr. út miðja fyrstu öld okkar tímatals, og „silfuraldarlatínu“, sem dekkar það sem eftir er klassíska tímans eða út aðra öld okkar tímatals. Eftir það er talað um síðlatínu, þ.e.a.s. latínu síðfornaldar, og er hún einkum rannsökuð til að varpa ljósi á þróun rómönsku málanna úr latínu. Á þessu eru þó undantekningar, svo sem Ágústínus frá Hippó.) Eftir Ágústínus og Boethíus er talað um miðaldalatínu (en þeir Ágústínus og Boethíus eru ýmist taldir síðustu fornmennirnir eða fyrstu miðaldamennirnir í þessu samhengi). Miðaldalatínan nær til endurreisnartímans en latína eftir endurreisnartímann nefnist nýlatína. Kirkjulatína var fyrirferðamikil á miðöldum en er strangt tekið ekki flokkuð eftir tímabili heldur mun fremur eftir viðfangsefni og höfundum.

Helstu höfundar

[breyta | breyta frumkóða]

Hér að neðan getur að líta yfirlit yfir helstu höfunda eftir tímabilum og bókmenntagreinum. Helstu verk eru gefin til kynna þar sem við á.

Snemmlatneskar bókmenntir

[breyta | breyta frumkóða]

Kveðskapur

Enníus

Gamanleikir

Plátus
Terentíus

Gullöld latneskra bókmennta

[breyta | breyta frumkóða]

Kveðskapur

Lucretius : Um eðli hlutanna (De Rerum Natura)
Catullus
Virgill : Eneasarkviða
Hóratíus
Ovidius : Myndbreytingar
Tibullus
Propertius

Óbundið mál

Marcus Túllíus Cíceró : Um ræðumanninn, Brútus, Ræðumaðurinn, Um ellina, Um vináttuna, Samræður í Tusculum, Um endimörk góðs og ills, Um skyldur, Gegn Catilinu (4 ræður), Filippísku ræðurnar o.m.fl.

Sagnaritun

Júlíus Caesar : Gallastríðin
Cornelius Nepos
Sallústíus
Livius : Frá stofnun borgarinnar (Ab Urbe Condita)

Silfuraldarlatína

[breyta | breyta frumkóða]

Kveðskapur

Manilíus
Lucanus
Persius
Statius

Óbundið mál

Seneca yngri : Um stuttleika lífsins, Um hið ljúfa líf, Um reiðina, Um sálarró; einnig Medea (leikrit)
Petróníus : Satýricon
Pliníus eldri : Náttúrufræðin
Quintilíanus : Um menntun ræðumannsins
Pliníus yngri
Aulus Gellius : Attíkunætur
Apuleius : Gullasninn
Asconíus

Satírur

Júvenalis
Martíalis

Sagnaritun

Tacitus : Annálarnir, Germanía, Agrícola
Súetoníus : Ævisögur keisaranna

Latneskar bókmenntir í síðfornöld

[breyta | breyta frumkóða]
Ammíanus Marcellínus
Ágústínus frá Hippó : Játningar, Um borgríki guðs
Ásoníus
Boethíus : Hugfró heimspekinnar
Claudianus
Evtropius
Ambrósíus Theodósíus Macrobíus
Pálínus frá Nóla
Sidoníus Apollinaris
Sulpicíus Severus

Miðaldalatína og kirkjulatína

[breyta | breyta frumkóða]
Pierre Abélard
Aetheria
Albertus Magnus
Heilagur Tómas frá Aquinó : Um lög
Bede
Carmina Burana
Geoffrey frá Monmouth
Gildas
Gregoríus frá Tours
Heilagur Ísidór frá Sevilla : Orðsifjar
Heilagur Hýerónýmus : Vúlgatan
Pétur frá Blois
Petrarcha
Tómas frá Celaeno : Dagur reiðinnar
Venantíus Fortúnatus
Walter of Châtillon

Nýaldarlatína

[breyta | breyta frumkóða]
Erasmus frá Rotterdam : Lof heimskunnar
  • Braund, Susanna Mortin, Latin Literature (London: Routledge, 2002).
  • Conte, Gian Biagio, Latin Literature: A History. Joseph B. Solodow (þýð.) (Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1994).
  • Fantham, Eleaine, Roman Literary Culture: From Cicero to Apuleius (Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1996).
  • Howatson, M.C. (ritstj.), The Oxford Companion to Classical Literature (Oxford: Oxford University Press, l989).