Lappjaðrakan
Lappajaðrakan | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Limosa lapponica (Linnaeus, 1758) |
Lappajaðrakan eða lappjaðrakan (fræðiheiti Limosa lapponica) er stór vaðfugl af snípuætt sem verpir á ströndum heimskautasvæða og túndrum en hefur vetursetu á suðlægri slóðum. Lengsta samfellda flug farfugls sem skráð hefur verið er flug lappajaðrakans frá Alaska til Nýja-Sjálands en það flug var 11680 km. Lappajaðrakan þekkist frá jaðrakan af því að stélið er rákað en ekki eingöngu svart og hann hefur ekki hvíta rák á vængjum.
Lappajaðrakan er farfugl í Ástralíu en verpir þar ekki. Hann verpir í Skandínavíu, Norður-Asíu og Alaska. Hreiðrið er grunn dæld sem stundum er fóðrað með gróðri. Karl- og kvenfugl skiptast á að sitja á eggjum og hugsa um unga.
Lappajaðrakan flýgur í hópum til strandsvæða í Vestur-Evrópu, Afríku, Suður-Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Árið 2007 var fylgst með flugi lappajaðrakana frá Nýja-Sjálandi til Gulahafsins í Kína en milli þessara staða eru 9575 km. Einn fuglinn flaug 11026 km í einni lotu og tók flugið níu daga. Að minnsta kosti þrír aðrir lappajaðrakanar fóru þetta flug líka í einni lotu. Einn kvenfugl flaug frá Kína til Alaska og var þar yfir varptímann og þann 29. ágúst 2007 lagði fuglinn af stað frá Avinof-skaganum í vesturhluta Alaska til Piako-árinnar í Nýja Sjálandi og setti þar með flugmet 11680 km í einu flugi.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ BirdLife International 2017. Limosa lapponica (amended version of 2016 assessment). The IUCN Red List of Threatened Species 2017: e.T22693158A111221714. Sótt 6. febrúar 2019.
- ↑ Gill RE, Tibbitts TL, Douglas DC, Handel CM, Mulcahy DM, Gottschalck JC, Warnock N, McCaffery BJ, Battley PF, Piersma T. (2009) Extreme endurance flights by landbirds crossing the Pacific Ocean: ecological corridor rather than barrier? Proc Biol Sci.276(1656):447-57. PDF