Fara í innihald

Landfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af jörðinni, gert með vörpun Robinsons

Landfræði eða landafræði er fræðigrein sem fæst við samspil náttúru og mannlífs á jörðinni. Sjónarhorn landfræðingsins getur verið gervöll jörðin, tiltekin svæði eða einstakir staðir. Fagið er mjög fjölbreytt og tekur bæði til félags- og náttúruvísinda.

Náttúrulandfræði fæst við ytri ásýnd landsins, svo sem landmótun, jarðveg, gróður og veðurfar.

Mannvistarlandfræði fæst við líf fólks á jörðinni frá mörgum sjónarhornum. Hún tekur til menningar, efnahagslífs og annarra samfélagslegra þátta.

Náttúru- og mannvistarlandfræði eiga sér snertiflöt í umhverfismálum, þar sem nýting náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á náttúruna eru í brennidepli. Á þessu ört vaxandi sviði hefur landfræðin ýmislegt til málanna að leggja.

Kortlagning og greining lands og landupplýsinga hefur alltaf skipað veglegan sess í greininni og eru tölvuvædd landupplýsingakerfi, byggð á sérstökum aðferðum landfræðinga, orðin mikilvæg á mörgum sviðum þjóðfélagsins.

Greinin á sér afar langa sögu og hið alþjóðlega fræðiheiti hennar, geógrafía, sem komið er úr grísku (γεωγραφία). Það þýðir einfaldlega "skrif um jörðina".

Landrek heimsálfanna
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.