Lírukassi
Útlit
Lírukassi er vélrænt hljóðfæri með pípum í kassa sem er oftast mikið skreyttur og úr viði. Lírukassi er byggður upp eins og pípuorgel en í staðinn fyrir að spilari spili á orgelið þá er því stýrt með því að einhver snúi sveif eða með úrverki með lóðum og fjöðrum. Lögin sem spila á eru greypt í viðarhólka (eða sívalninga) sem samsvara lyklaborðinu á hefðbundnu pípuorgeli.