Fara í innihald

Kurt Gödel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kurt Gödel
Kurt Gödel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. apríl 1906
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk„Über formal unentscheidbare Sätze der Principia Mathematica und verwandter Systeme“;
Helstu kenningar„Über formal unentscheidbare Sätze der Principia Mathematica und verwandter Systeme“;
Helstu viðfangsefniRökfræði, heimspeki stærðfræðinnar

Kurt Gödel (28. apríl 190614. janúar 1978) var rökfræðingur, stærðfræðingur og stærðfræðispekingur. Hann er álitinn einn merkasti rökfræðingur allra tíma og gjörbylti hann hugsun manna á sérsviðum sínum í þá mund sem Bertrand Russell, A.N. Whitehead og David Hilbert voru að reyna beita rökfræði og mengjafræði til þess að glöggva á frumsendum stærðfræðinnar.

Þekktastur er hann fyrir ófullkomleikasetningar sínar tvær sem hann birti árið 1931, þá 25 ára að aldri og aðeins einu ári eftir að hafa fengið doktorsgráðu frá Háskólanum í Vín. Frægari setningin segir að hvert endurkvæmt frumsendukerfi samkvæmt sjálfu sér, er lýst getur reikningi náttúrulegra talna, inniheldur forsendur sem eru sannar en eru ekki sannanlegar innan þess kerfis.

Einnig sýndi hann fram á að samfellutilgátuna væri ekki hægt að afsanna með frumsendum mengjafræðinnar ef frumsendurnar eru ekki mótsagnakenndar.

Albert Einstein var góðvinur Gödels, en Einstein hjálpað Gödel að komast til Bandaríkjanna og við að fá ríkisborgararétt þar. Kurt Gödel lést í Bandaríkjunum vegna geðveiki sinnar. Hann neitaði að borða annað en heimaeldaðan mat konu sinnar, en ofsóknaræði fékk hann til að trúa því að illir menn væru að reyna eitra fyrir honum. Hann dó því úr sulti stuttu eftir að kona hans lést.

  • „Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?“. Vísindavefurinn.