Fara í innihald

Karkari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Endurgerð af skipinu Victoria; eina skipi Magellans sem náði til hafnar eftir fyrstu hringferðina um hnöttinn.

Karkari (úr arabísku: qurq - „kaupskip“, úr grísku: kerkouros - „hraðskreitt skip“) var tví- eða þrímastra seglskip sem var, ásamt karavellunni, lykilþáttur í landkönnun Spánverja og Portúgala á 16. öld. Þessi skip voru kölluð nao á spænsku eða nau á portúgölsku, sem þýðir einfaldlega „skip“. Karkari var töluvert stærri en karavellan og með mikið lestarrými og fyrsta skip Evrópubúa sem hentaði til langferða á opnu hafi. Þeir hentuðu líka vel sem herskip með fallbyssum vegna stærðar sinnar.

Karkarinn þróaðist á 15. öld út frá kuggnum og var sjálfur undanfari galíonsins. Ólíkt kuggnum var karkari sléttbyrtur auk þess sem hann var miklu stærri, eða yfir 100 tonn. Karkari var venjulega með bæði framkastala og háum afturkastala, og löngu bugspjóti að framan sem gat borið eitt rásegl til viðbótar. Framsiglan og stórsiglan voru rásigldar en messansiglan með þríhyrndu latínusegli.

Frægir karkarar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.