Fara í innihald

Jean Sibelius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sibelius

Jean Sibelius (8. desember 1865 - 20. september 1957) var finnskt tónskáld sem samdi einkum rómantíska tónlist. Hann var fæddur Johan Julius Christian Sibelius en hóf að nota nafnið Jean (frönsk útgáfa af Johan) á námsárum sínum. Hann var frá borginni Hämeenlinna í sænskumælandi hluta Finnlands. Sibelius var undir miklum áhrifum frá rómantískri þjóðernisstefnu sem var mjög vinsæl í Finnlandi á ungdómsárum hans og er tónlist hans oft sögð mikilvægur hluti þjóðarstolts Finna. Meðal frægustu verka hans eru Finlandia, Valse Triste og Karelia svítan.

  Þetta æviágrip sem tengist Finnlandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.