Half-Life: Alyx
Half-Life: Alyx
| |
---|---|
Framleiðsla | Valve Corporation |
Útgáfustarfsemi | Valve Corporation |
Leikjaröð | Half-Life |
Útgáfudagur | Windows þann 23. mars 2020 og Linux þann 15. maí 2020 |
Tegund | Fyrstu persónu skotleikur |
Sköpun | |
Handrit | Jay Pinkerton
Sean Vanaman Erik Wolpaw Jake Rodkin |
Tónlist | Mike Morasky |
Tæknileg gögn | |
Leikjavél | Seinni Source-leikjavélin |
https://www.half-life.com/en/alyx | |
Half-Life: Alyx er fyrstu persónu skotleikur í sýndarveruleika sem var hannaður og gefinn út af Valve Corporation árið 2020. Hann var gefinn út fyrir Windows-stýrikerfið og Linux-stýrikerfið með stuðningi við flest sýndarveruleikagleraugu. Leikurinn á sér stað fimm árum fyrir Half-Life 2 þar sem leikmaðurinn spilar sem Alyx Vance í verkefni til að ná ofurvopni sem tilheyrir geimveruveldinu Combine. Eins og í fyrri leikjunum inniheldur leikurinn bardaga, þrautir, könnun og hryllingseiginleika. Leikmaðurinn notar sýndarveruleika til að lifa sig inn í umhverfinu og berjast gegn óvinum, með því að nota svokallaðar þyngdaraflshanska (e. gravity gloves) til að ná hlutum úr fjarlægð, á sama hátt og þyngdaraflsbyssan (e. gravity gun) í Half-Life 2.