Fara í innihald

Grunn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georgsbanki (ljósblár flekkur) skilur Maine-flóa frá Norður-Atlantshafi

Grunn eða banki er neðansjávarhæð eða hafsvæði sem er grunnt miðað við sjávarbotninn í kring. Líkt og við landgrunnið myndast uppstreymi næringarefna við slík grunn og við þau er því oft auðugt lífríki og mikið af fiski. Sum þessara grunna, eins og Doggerbanki í Norðursjó og Miklibanki við Nýfundnaland, eru með þekktustu fiskimiðum veraldar.

Á Íslandsmiðum skiptast á djúp og grunn sem heita gjarnan eftir landslagsþáttum. Til dæmis skilur Bakkaflóadjúp á milli Langanesgrunns og Vopnafjarðargrunns.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.