Geðröskun
Geðröskun (eða geðrænn kvilli) er truflun í andlegu lífi einstaklings eða hegðunarmynstri hans sem veldur honum vanlíðan eða dregur úr getu hans inna verk af hendi.[1]
Meðal algengra geðraskananna eru þunglyndi, geðhvarfasýki, elliglöp, geðklofi, áfallastreituröskun, átraskanir, félagsfælni, og athyglisbrestur.[2][3]
Alvarlegar geðraskanir eru oft nefndar geðsjúkdómar eða geðveiki, og er þá vísað til mikilla truflana í andlegu lífi sem einkennast af ranghugmyndum, ofskynjunum og skertu veruleikaskyni[4] og sem valda vanlíðan eða afbrigðilegri hegðun, jafnvel fötlun. Algengir geðsjúkdómar eru geðhvarfasýki og geðklofi, hugsýki og persónuleikaröskun.
Sérfræðinga greinir á hvort flokka beri geðraskanir sem sjúkdóma en það viðhorf nýtur mikillar hylli.[4] Orsakir alvarlegra geðraskana geta verið líffræði- eða lífeðlisfræðilegar. Uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta skipt máli en einnig erfðafræðilegir þættir.[4][5] Til dæmis er vitað að geðhvarfasýki er að miklu leyti arfgengur sjúkdómur sem á sér líffræðilegar orsakir enda þótt genin sem valda sjúkdómnum séu enn óþekkt.[5] Sömu sögu er að segja um geðklofa.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bolton D (2008). What is Mental Disorder?: An Essay in Philosophy, Science, and Values. OUP Oxford. bls. 6. ISBN 978-0-19-856592-5.
- ↑ „Mental Disorders“. World Health Organization. World Health Organization. Sótt 20. júlí 2020.
- ↑ opex. „Geðraskanir“. Geðhjálp (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. nóvember 2020. Sótt 2. nóvember 2020.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Heiðdís Valdimarsdóttir. „Hvað er geðveiki? “. Vísindavefurinn 11.12.2005. http://visindavefur.is/?id=5476. (Skoðað 3.5.2009).
- ↑ 5,0 5,1 Gylfi Ásmundsson. „Eru geðsjúkdómar ættgengir?“. Vísindavefurinn 12.3.2002. http://visindavefur.is/?id=2179. (Skoðað 3.5.2009).