Fallout
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Tenglar og minniháttar atriði |
Fallout er skotleikur með opnum heimi sem gerir þér kleift að ferðast þangað sem þú vilt þegar þú vilt. Fyrsti Fallout leikurinn var gefinn út af Interplay Entertainment[1] árið 1997. Leikurinn spilast eftir kjarnorkusprengingar sem varpað höfðu verið nokkrum árum áður, en mikið úr sögu leiksins má reka alla leið fyrir spreningarnar.
Fallout leikina væri bæði hægt að stimpla sem hrollvekju eða ævintýra leiki, en þeir eru einmitt með mjög stóra heima sem leyfir spilendum að ferðast hvert sem þeir vilja til og skoða sig um, en þessir opnu heimar eru ekki bara eintóm ævintýri, þar sem þeir eru fullir af allskonar skrímslum og fólki sem vill fátt annað heldur en að drepa þig. Heimurinn eftir sprenginguna kallast Wasteland, en hann fékk nafn sitt vegna þess að heimurinn er í rúst, rúst eftir kjarnorkuspengingu sem átti sér stað mörgum árum áður, en þó voru nú einhverjir sem lifa það af og eru þeir sem lifðu það af eru byrjaðir að byggja umhverfið upp á nýtt þegar þú byrjar að spila leikinn. Þeir sem lifa af kjarnorkusprenginguna, skipta sér í þrjá hluta, en þar má nefna Ghouls, Raiders og Settlers.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Saga Fallout er fram að lokum seinni heimstyrjaldar sú sama og er í raunheiminum.[2] Frá þeim tímapunkti treysti mannkyn mikið á olíu og notaði ekki kjarnorku. Það leiddi til framleiðslu og orkukreppu þar sem vöntun var á flestum auðlindum.
Bandaríkin gera samning um byggingu neðanjarðarbyrgja við fyrirtækið Vault-Tec Corporation svo eitthvað að íbúum landsins lifi af stríðið sem var í vændum.
Bandaríkin og Kína fara í stríð um auðlindir sem leiðir af sér kjarnorkusprengjur á Bandarískri grund. Þeir sem lifa af sprengjurnar eru ýmist afkomendur íbúa í neðanjarðarbyrgjum eða hálfgerðir uppvakningar sem skiptast í tvo hópa Ghouls og Super Mutants.
Spilun
[breyta | breyta frumkóða]Fallout er þriðju persónu skotleikur í opnum heimi með ríka sögu. Hæfni spilara byggir á SPECIAL kerfinu, sem er einkunnagjöf á styrk, skynjun, þoli, persónutöfrum, þekkingu, liðleika og heppni. SPECIAL kerfið er byggt á GURPS kerfi Steve Action Games.
Fallout er einn af þeim leikjum þar sem þú getur notað tölvu í leiknum sjálfum. Þessi talva kallast Pip-Boy og aðstoðar þig við verkefni leiksins. Persóna Pip-Boy er lukkutröll leiksins.[3] Fallout notast einnig við brynju yfir allan líkamann sem kallast Power armour.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Raddir og leikarar
[breyta | breyta frumkóða]Í New Vegas er mikið um spílavíti og slíkt rétt eins og er í Vegas borginni í Bandaríkjunum en í leiknum sjálfum er tölva sem ber nafnið Mr. New Vegas en þessi tölva er einmitt raddleikin af Wayne Newton sem er þekktur sem Mr. Las Vegas í okkar raunverulega heimi. Aðrir nafnkenndir aðilar sem raddléku í Fallout: New Vegas eru m.a. Kris Kristofferson, Matthew Perry, Danny Trejo, Ron Pearlman og Zachary Levi[4].
Í Fallout 4 er hundur sem þú getur svo seinna með ættleitt og gefið allskonar skipanir, sem eiga að láta hann hjálpa þér í gegnum leikinn, en eins og oft með Fallout leikina er þér frjálst að gera allt, til dæmis að hafa hundinn með þér. Hundurinn ber nafnið Dogmeat og er raddleikinn og mótaður af hund sem ber nafnið River River og er í eigu Michelle Burgess], sem vann hjá Bethesda frá árunum 2007 til 2011, en maðurinn hennar Joel Burgess vann þar til Maí 2016.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://en.wikipedia.org/wiki/Interplay_Entertainment
- ↑ Macgregor, Jody (28. júlí 2018). „Major events in the Fallout timeline“. PC Gamer. Sótt 14. ágúst 2018.
- ↑ „Papercraft Vault Boy now online“. Official Bethesda Softworks Blog. 25. júlí 2008. Sótt 23. nóvember 2008.
- ↑ „Fallout: New Vegas (Video Game 2010)“. IMDb. Sótt 12. september 2021.