Fara í innihald

Dover

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftmynd af Dover
Dover
St Mary in Castro & Roman Lighthouse
Dover Castle
Dover
Panorama

Dover er bær og mikilvæg ferjuhöfn í sýlsunni Kent í Suðaustur-Englandi. Bærinn snýr að Frakklandi og liggur við þrengstu lengju Ermarsundsins. Dover er fyrir suðaustan Kantaraborg, fyrir austan höfuðbæ sýlsunnar Maidstone og fyrir norðaustan Dungeness og Hastings. Bærinn er þjónustumiðstöð svæðisins og þaðan sigla ferjur til Calais í Frakklandi. Höfnin í Dover er stór og mikilvæg og er næsta höfnin að Frakklandi í Englandi. Dover er þekkt um heim allan fyrir kalksteinshamrana Hvítukletta.

Uppgröftur á svæðinu sýna að staðsetning bæjarins hafi verið mikilvæg í gegnum söguna, og að fólk hafi lengi verið að koma inn í og fara ut úr landinu í gegnum Dover. Áin Dour gaf bænum nafnið hans og er meðal fárra enskra staðarnafna sem eiga samsvarandi nöfn í frönsku: Douvres.

Flestir sem búa í Dover vinna í þjónustum tengdum ferjunum, þótt margar ferjaþjónustur hafi hætt undanfarin ár. Margir vinna í ferðamannaþjónustu. Það var einu sinni hermannaskáli í Dover, en honum var lokað árið 2007.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.